Blússandi aðsókn í Skógarböðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2022 21:05 Eigendur Skógabaðanna, Finnur og Sigríður María, sem eru alsæl með hvað reksturinn hefur gengið vel frá því að þau opnuðu 22. maí í vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira