Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2022 16:17 Lögreglþjónar fyrir utan heimili Nancy Pelosi í San Francisco. AP/Eric Risberg Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. Eftir innbrotið og eftir að ráðist var á 82 ára gamlan eiginmann Pelosi með hamri, sá lögregluþjónn í Washington DC á einni af um 1.800 öryggismyndavélum embættisins að lögreglubílar voru fyrir utan heimili Pelosi. Sá fór í gegnum upptökurnar úr myndavélinni og sá mann nota hamar til að brjóta sér leið inn á heimilið, samkvæmt frétt Washington Post. Árásarmaðurinn, David DePape, stendur meðal annars frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraun, frelsisviptingar og líkamsárás. Hann var færður fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Í annarri frétt Washington Post segir að DePape hafi sagt lögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni“ og hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi á aðfaranótt síðastliðins föstudags kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi spurði DePape hvað hann vildi eiginkonu sinni og við það spurði árásarmaðurinn hvort hún væri ekki númer tvö í röðinni við að taka við forsetaembætti Bandaríkjanna, á eftir varaforsetanum. „Þau eru öll spillt,“ sagði DePape og bætti við: „Við þurfum að ganga frá þeim“. Náði að hringja í Neyðarlínuna Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið svo hann rotaðist. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið. Lögreglan segir einnig að DePape hafi sagt lögregluþjónum að hann hafi verið búinn að fá nóg af „ógeðslegum lygum“ frá Washington og að hann hefði viljað tala við Nancy Pelosi. Hann er sagður hafa játað að vilja taka Nancy Pelosi í gíslingu og sagðist tilbúinn til að brjóta á henni hnéskeljarnar ef hún myndi ljúga að honum. New York Times segir DePape hafa sýnt fram á mikla öfgahyggju í færslum hans á netinu. Hann hélt úti bloggsíðu en frá því í sumar hefur hann birt þar margar færslur sem innihalda rasisma, gyðingahatur og samsæriskenningar. Öryggisgæslan fylgdi Nancy Þinglögregla Bandaríkjanna sér um öryggisgæslu 535 þingmanna sem standa frammi fyrir fordæmalausum fjölda morðhótana og annarskonar öryggisógnunum. Pelosi nýtur sérlega mikillar öryggisgæslu þar sem hún er forseti fulltrúadeildarinnar en hún var ekki heima þegar árásin var gerð. Hún var stödd í Washington DC en mest öll öryggisgæsla hennar fylgdi henni og lögregluþjónar vakta ekki öryggismyndavélar við heimilið þegar hún er ekki þar. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Eftir innbrotið og eftir að ráðist var á 82 ára gamlan eiginmann Pelosi með hamri, sá lögregluþjónn í Washington DC á einni af um 1.800 öryggismyndavélum embættisins að lögreglubílar voru fyrir utan heimili Pelosi. Sá fór í gegnum upptökurnar úr myndavélinni og sá mann nota hamar til að brjóta sér leið inn á heimilið, samkvæmt frétt Washington Post. Árásarmaðurinn, David DePape, stendur meðal annars frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraun, frelsisviptingar og líkamsárás. Hann var færður fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Í annarri frétt Washington Post segir að DePape hafi sagt lögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni“ og hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi á aðfaranótt síðastliðins föstudags kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi spurði DePape hvað hann vildi eiginkonu sinni og við það spurði árásarmaðurinn hvort hún væri ekki númer tvö í röðinni við að taka við forsetaembætti Bandaríkjanna, á eftir varaforsetanum. „Þau eru öll spillt,“ sagði DePape og bætti við: „Við þurfum að ganga frá þeim“. Náði að hringja í Neyðarlínuna Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið svo hann rotaðist. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið. Lögreglan segir einnig að DePape hafi sagt lögregluþjónum að hann hafi verið búinn að fá nóg af „ógeðslegum lygum“ frá Washington og að hann hefði viljað tala við Nancy Pelosi. Hann er sagður hafa játað að vilja taka Nancy Pelosi í gíslingu og sagðist tilbúinn til að brjóta á henni hnéskeljarnar ef hún myndi ljúga að honum. New York Times segir DePape hafa sýnt fram á mikla öfgahyggju í færslum hans á netinu. Hann hélt úti bloggsíðu en frá því í sumar hefur hann birt þar margar færslur sem innihalda rasisma, gyðingahatur og samsæriskenningar. Öryggisgæslan fylgdi Nancy Þinglögregla Bandaríkjanna sér um öryggisgæslu 535 þingmanna sem standa frammi fyrir fordæmalausum fjölda morðhótana og annarskonar öryggisógnunum. Pelosi nýtur sérlega mikillar öryggisgæslu þar sem hún er forseti fulltrúadeildarinnar en hún var ekki heima þegar árásin var gerð. Hún var stödd í Washington DC en mest öll öryggisgæsla hennar fylgdi henni og lögregluþjónar vakta ekki öryggismyndavélar við heimilið þegar hún er ekki þar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23