Pep Guardiola um hinn sautján ára Rico Lewis: Við gefum engar gjafir hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 13:31 Rico Lewis fagnar marki sínu fyrir Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gær. Getty/Marc Atkins Rico Lewis varð í gærkvöldi annar yngsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann skoraði í sigurleik Manchester City á móti Sevilla. Lewis var bara sautján ára og 346 daga í gær en hann hefur verið hjá Manchester City síðan hann var aðeins átta ára gamall. 17-year-old Rico Lewis was fired up to score his first Manchester City goal pic.twitter.com/f3NzH54BIX— B/R Football (@brfootball) November 2, 2022 Lewis fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistara og sló met Karim Benzema sem yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarleik sínum í Meistaradeildinni. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði stráknum eftir leikinn. „Við gefum engar gjafir hér. Hann þurfti að vinna sér inn þetta tækifæri,“ sagði Pep Guardiola. „Fólkið elskar leikmenn úr akademíunni en við sjáum hann á hverjum degi. Við vitum að hann hefur gæði og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Pep. Guardiola tók Lewis með æfingaferðina til Bandaríkjanna í sumar eftir að unglingaþjálfarar félagsins ráðlögðu honum það. Hann sagði að leikmannahópurinn hafi átta sig á því eftir aðeins tvær mínútur á fyrstu æfingunni að þarna var ungur leikmaður sem væri hægt að reiða sig á. „Hann spilaði í nokkrar mínútur á móti Bayern München á undirbúningstímabilinu og tók einnig þátt í æfingunum. Okkur fannst hann hafa eitthvað sérstakt,“ sagði Pep. Youngest scorers ever on first #UCL start: Rico Lewis: 17 years and 346 days Karim Benzema: 17 years 352 days pic.twitter.com/vpXbn2Bl0u— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 2, 2022 Guardiola sagði líka að strákurinn verði að sýna þolinmæði því samkeppnin er mikil í hægri bakvarðarstöðunni hjá City en þar mun hann keppa við landsliðsmennina Joao Cancelo, Manuel Akanji og John Stones. „Stundum heldur maður að við þurfum að kaupa bakverði og það kostar oft sitt. Við getum aftur á móti gefið strákum úr akademíunni tækifæri og það er draumurinn. Þetta er gott fyrir fjárhag félagsins og ég er mjög ánægður með þessa ungu stráka hjá okkur,“ sagði Pep. „Að spila og skora er draumur að rætast fyrir hann. Þetta er bara fyrsta skrefið, fyrsti þrepið í stiganum. Þegar þú kemst inn í aðalliðið þá viltu meira og þetta ætti að auka matarlystina hans,“ sagði Guardiola léttur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Lewis var bara sautján ára og 346 daga í gær en hann hefur verið hjá Manchester City síðan hann var aðeins átta ára gamall. 17-year-old Rico Lewis was fired up to score his first Manchester City goal pic.twitter.com/f3NzH54BIX— B/R Football (@brfootball) November 2, 2022 Lewis fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistara og sló met Karim Benzema sem yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarleik sínum í Meistaradeildinni. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði stráknum eftir leikinn. „Við gefum engar gjafir hér. Hann þurfti að vinna sér inn þetta tækifæri,“ sagði Pep Guardiola. „Fólkið elskar leikmenn úr akademíunni en við sjáum hann á hverjum degi. Við vitum að hann hefur gæði og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Pep. Guardiola tók Lewis með æfingaferðina til Bandaríkjanna í sumar eftir að unglingaþjálfarar félagsins ráðlögðu honum það. Hann sagði að leikmannahópurinn hafi átta sig á því eftir aðeins tvær mínútur á fyrstu æfingunni að þarna var ungur leikmaður sem væri hægt að reiða sig á. „Hann spilaði í nokkrar mínútur á móti Bayern München á undirbúningstímabilinu og tók einnig þátt í æfingunum. Okkur fannst hann hafa eitthvað sérstakt,“ sagði Pep. Youngest scorers ever on first #UCL start: Rico Lewis: 17 years and 346 days Karim Benzema: 17 years 352 days pic.twitter.com/vpXbn2Bl0u— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 2, 2022 Guardiola sagði líka að strákurinn verði að sýna þolinmæði því samkeppnin er mikil í hægri bakvarðarstöðunni hjá City en þar mun hann keppa við landsliðsmennina Joao Cancelo, Manuel Akanji og John Stones. „Stundum heldur maður að við þurfum að kaupa bakverði og það kostar oft sitt. Við getum aftur á móti gefið strákum úr akademíunni tækifæri og það er draumurinn. Þetta er gott fyrir fjárhag félagsins og ég er mjög ánægður með þessa ungu stráka hjá okkur,“ sagði Pep. „Að spila og skora er draumur að rætast fyrir hann. Þetta er bara fyrsta skrefið, fyrsti þrepið í stiganum. Þegar þú kemst inn í aðalliðið þá viltu meira og þetta ætti að auka matarlystina hans,“ sagði Guardiola léttur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira