Reynir sekur um mjög alvarleg brot gegn siðareglum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2022 15:29 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hafði betur gegn Róbert Wessman hjá Fjölmiðlanefnd. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi gert sekur um mjög alvarleg brot gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun um Róbert Wessmann. Þetta er niðurstaða siðanefndarinnar í tveimur málum sem nefndin fjallaði um síðastliðin mánudag. Róbert tiltók þar alls 29 greinar sem birtust á vef Mannlífs á tímabilinu 4. mars til 13. september. Greinarnar eiga það sameiginlegt að Róbert var umfjöllunarefni þeirra, á einn eða annan hátt. Í kærunum til siðanefndar vísaði Róbert í fyrri úrskurði siðanefndar frá því í maí um að Reynir teldist vanhæfur til að skrifa fréttir um Róbert. Var það vegna þess að Reynir hafði móttekið fjármuni frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókarskrifa um Róbert. Samstarfsmennirnir fyrrverandi, Róbert og Halldór, hafa deilt harðlega á hvorn annan á opinberum vettvangi. Sagði siðanefndina ganga erinda auðmanna Í andsvörum Reynis kemur annars vegar fram að hann telji að Róbert sé með kærunum að reyna að þagga niður í umfjöllun um málefni sem tengist honum og eigi erindi við almenning. Hins vegar er harðlega deilt á siðanefndina og hún sökum um að ganga erinda auðmanna. Í fyrri úrskurði siðanefndar er vísað í þær greinar sem birtar voru á tímabilinu 4. mars til 17. maí, það er áður en að úrskurður nefndarinnar féll í maí síðastliðnum. Telur nefndin, líkt og í maí, að Reynir hafi verið vanhæfur til að skrifa greinar um Róbert þar sem hann hafi tekið við fjármagni frá Halldóri til þess að skrifa bók um Róbert. Hvað varðar greinarnar sem skrifaðar voru eftir að úrskurðinn í maí féll, telur siðanefndin að Reynir hafi ítrekað gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna sem fjallar um hagsmunatengsl. Telur siðanefndin að brotin séu ítrekuð og alvarleg. Þá gefur nefndin lítið fyrir fyrirvara sem bætt var við umræddar greinar sem skrifaðar voru eftir 13. júní um að höfundur þeirra ynni að bók um Róbert. Telur nefndin að slíkur fyrirvari breyti engu um brot Reynis. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þetta er niðurstaða siðanefndarinnar í tveimur málum sem nefndin fjallaði um síðastliðin mánudag. Róbert tiltók þar alls 29 greinar sem birtust á vef Mannlífs á tímabilinu 4. mars til 13. september. Greinarnar eiga það sameiginlegt að Róbert var umfjöllunarefni þeirra, á einn eða annan hátt. Í kærunum til siðanefndar vísaði Róbert í fyrri úrskurði siðanefndar frá því í maí um að Reynir teldist vanhæfur til að skrifa fréttir um Róbert. Var það vegna þess að Reynir hafði móttekið fjármuni frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókarskrifa um Róbert. Samstarfsmennirnir fyrrverandi, Róbert og Halldór, hafa deilt harðlega á hvorn annan á opinberum vettvangi. Sagði siðanefndina ganga erinda auðmanna Í andsvörum Reynis kemur annars vegar fram að hann telji að Róbert sé með kærunum að reyna að þagga niður í umfjöllun um málefni sem tengist honum og eigi erindi við almenning. Hins vegar er harðlega deilt á siðanefndina og hún sökum um að ganga erinda auðmanna. Í fyrri úrskurði siðanefndar er vísað í þær greinar sem birtar voru á tímabilinu 4. mars til 17. maí, það er áður en að úrskurður nefndarinnar féll í maí síðastliðnum. Telur nefndin, líkt og í maí, að Reynir hafi verið vanhæfur til að skrifa greinar um Róbert þar sem hann hafi tekið við fjármagni frá Halldóri til þess að skrifa bók um Róbert. Hvað varðar greinarnar sem skrifaðar voru eftir að úrskurðinn í maí féll, telur siðanefndin að Reynir hafi ítrekað gerst brotlegur við 5. grein siðareglna blaðamanna sem fjallar um hagsmunatengsl. Telur siðanefndin að brotin séu ítrekuð og alvarleg. Þá gefur nefndin lítið fyrir fyrirvara sem bætt var við umræddar greinar sem skrifaðar voru eftir 13. júní um að höfundur þeirra ynni að bók um Róbert. Telur nefndin að slíkur fyrirvari breyti engu um brot Reynis.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28 „Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26
Reynir kærir Róbert Wessman fyrir yfirhylmingu Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs hefur kært forstjóra Alvogen, Róbert Wessman, til lögreglu. Reynir staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu. 28. mars 2022 15:28
„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. 27. janúar 2022 13:59