„Eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 16:31 Jakob er rétthafi höfundarverks Svövu Jakobsdóttur og hennar eini erfingi. Alþingi/Aðsend Sonur Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar, er kominn með samning RÚV og Storytel í hendurnar í kjölfar ákvörðunar Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hann kveðst ósáttur með að RÚV hafi gert samning við Storytel um Gunnlaðarsögu að sér forspurðum og „hirt vænan part“ af höfundaréttargreiðslunni, líkt og hann kemst að orði. Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“ Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Jakob Jónsson er eini erfingi Svövu Jakobsdóttur, heitinnar, sem er ein af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Hann er rétthafi höfundarverks Svövu. Það kom honum í opna skjöldu þegar Rithöfundasambandið benti honum á að RÚV hefði gert samning við hljóð- og rafbókafyrirtækið Storytel um Gunnlaðarsögu. Um er að ræða hljóðritun á sögunni í lestri höfundar. Hvorki Storytel né RÚV vildu sýna Jakobi samningin sem gerður var um Gunnlaðarsögu og þurfti til úrskurð Úrskurðarnefndar upplýsingamála og er samningurinn nú kominn í hendur Jakobs. „Ég var alveg óafvitandi um það að Ríkisútvarpið væri í rauninni að hirða höfundarlaunin fyrir verk móður minnar sem Ríkisútvarpið hefur náttúrulega ekkert með að gera en þeir áttu náttúrulega upptökuna sem slíka vegna þess að upptakan sem Storytel varð að kaupa af Ríkisútvarpinu var upptaka sem Ríkisútvarpið hafði gert á sínum tíma þannig að þetta var flutningur höfundar á Gunnlaðarsögu en samkvæmt venju sem þá var, við erum nú að tala um ein þrjátíu, fjörutíu ár aftur í tíma, borgaði Ríkisútvarpið fyrir flutning, einn eða tvo og svo vinnu við upplesturinn.“ RÚV segist ekki finna samninginn sem gerður var við Svövu um upplesturinn. „Þarna er eins og RÚV hafi farið inn á mína lóð og farið að selja bílinn minn einhverjum manni úti í bæ og ekki einu sinni skilið eftir tíkall á þröskuldinum handa mér fyrir það. Það mega menn ekki gera í nútímasamfélagi og ekki einu sinni þó menn séu ríkisstofnun.“ En máttu segja hvað Ríkisútvarpið fékk? „Ég vil ekki segja það en ég get sagt þér að Ríkisútvarpið hirti vænan part af höfundaréttagreiðslunni í þessum samningi. Þetta snýst ekki um peningana í sjálfu sér, þetta snýst um þá reglu að höfundarétturinn er í gildi í sjötíu ár eftir andlát höfundar.“ Jakob segir að nú muni hann og lögmaður hans gaumgæfa samninginn og síðan sjá hvað setur. Að ýmsu sé að hyggja áður en næstu skref eru stigin. „Stóri áfanginn er að höfundarétturinn er viðurkenndur hafa meira vægi en viðskiptahagsmunir.“
Ríkisútvarpið Bókmenntir Höfundarréttur Fjölmiðlar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira