Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni í Þjórsárdal í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira