Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni í Þjórsárdal í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira