Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Snorri Másson skrifar 3. nóvember 2022 19:33 Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira