Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Siggeir Ævarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:51 Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. „Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við fara full mikið á hælana og leyfðum þeim svolítið að koma aftur inn í leikinn. Þetta var komið niður í einhver 9 stig, en við vorum frábærir þarna fyrstu 13-14 mínúturnar. Svo fannst mér við bara sigla þessu vel heim í seinni hálfleik og gerðum mjög vel.“ Sóknin rúllaði vel hjá heimamönnum í kvöld og skotin sem þeir fengu mörg hver galopin, bæði fyrir utan og inni í teig. Hjalti sagði að þegar hans menn tóku af skarið og keyrðu á körfuna hefði það opnað vörnina þó svo að hann hefði viljað betra flæði á köflum. „Já við vorum svolítið vel opnir líka og þegar menn réðust vel á hringinn þá voru þeir að komast djúpt. Mér fannst kannski aðeins vanta að menn væru að láta boltann fljóta þegar við vorum að fá 2-3 í okkur en að öðru leyti vorum við bara fanta flottir sóknarlega þegar við vorum þolinmóðir.“ Haukar áttu sína spretti þegar leið á leikinn, en Keflvíkingar áttu alltaf svör. „Já sem betur fer. Mér fannst við, eins og ég sagði áðan, full værukærir oft og fara svolítið á hælana og ekki framkvæma varnaratriði sem við vorum búnir að tala mikið um. En svo rífum við aftur í gang og fórum aftur á tærnar. Og menn réðust á hringinn, eins og ég nefndi áðan.“ Þrátt fyrir værukærð á köflum, má þá samt ekki gefa liðinu kredit fyrir að hafa ekki hleypt þeim nær en 9 stig. Má jafnvel skrifa þennan sigur á að Keflavík hafi verið sterkari andlega þegar á reyndi? „Já algjörlega, sýndum svaka karakter. Við þekkjum hvern annan þokkalega vel og búnir að spila saman lengi margir hverjir, og þeir sem eru að koma inn í þetta fitta helvíti vel inn þannig að við erum bara í ágætis gír.“ Hjalti og hans menn hljóta þá að fara bara nokkuð sáttir inn í landsleikjahléið? „Já já. Skitan var í Smáranum en að öðru leyti erum við búnir að spila ágætlega.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. 3. nóvember 2022 22:30