„Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2022 06:44 Biskup biðlar til stjórnmálamanna að breyta lögum. Vísir/Baldur „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ Þetta hefur Fréttablaðið eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, um þá atburðarás sem átti sér stað í fyrrinótt, þegar fimmtán hælisleitendur voru fluttir af landi brott í skjóli myrkurs, eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars handtökur. Agnes segist hafa talið sjálfri sér trú um að lög landsins byggðu á kristnum gildum og umræddar aðgerðir væru ekki í þeirra anda. „Ég bara botna ekki því að bjóða fólki, sem hefur verið hér í stuttan eða langan tíma og er bara að leita hér skjóls og friðar í sitt hjarta, að vera tekið úr landi. Og ég vil ekki að þjóðfélagið sé byggt upp af svona hörku. Miskunn og mildi eru lykilorð,“ segir biskup. Nefnir hún sérstaklega nemendur við Fjölbrautaskólann í Ármúla, sem voru handteknar fyrir utan skólann. Agnes segir lítinn vanda að breyta lögunum en stjórnmálamenn hafa varið aðgerðirnar með því að vísa til eftirfylgni við lög og reglur. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja, þessu símtali er lokið,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við Fréttablaðið í gær, eftir að hafa staðhæft að lögregla hefði einungis verið að framfylgja skyldum sínum þegar fólkið var handtekið. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta hefur Fréttablaðið eftir Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, um þá atburðarás sem átti sér stað í fyrrinótt, þegar fimmtán hælisleitendur voru fluttir af landi brott í skjóli myrkurs, eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars handtökur. Agnes segist hafa talið sjálfri sér trú um að lög landsins byggðu á kristnum gildum og umræddar aðgerðir væru ekki í þeirra anda. „Ég bara botna ekki því að bjóða fólki, sem hefur verið hér í stuttan eða langan tíma og er bara að leita hér skjóls og friðar í sitt hjarta, að vera tekið úr landi. Og ég vil ekki að þjóðfélagið sé byggt upp af svona hörku. Miskunn og mildi eru lykilorð,“ segir biskup. Nefnir hún sérstaklega nemendur við Fjölbrautaskólann í Ármúla, sem voru handteknar fyrir utan skólann. Agnes segir lítinn vanda að breyta lögunum en stjórnmálamenn hafa varið aðgerðirnar með því að vísa til eftirfylgni við lög og reglur. „Ég hef ekkert meira um þetta að segja, þessu símtali er lokið,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við Fréttablaðið í gær, eftir að hafa staðhæft að lögregla hefði einungis verið að framfylgja skyldum sínum þegar fólkið var handtekið.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. 3. nóvember 2022 20:50