Körfuboltakvöld: „Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2022 22:30 Bryndís Guðmundsdóttir lét í sér heyra í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld „Þetta hefur í rauninni aldrei gerst. Að landsliðskona, einn af bestu leikmönnum deildarinnar, ákveði að hoppa yfir í annað lið á miðju tímabili,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds um ein óvæntustu félagaskipti síðari ára hér á landi. Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig
Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46
Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti