Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Guðrún fór rakleiðis í að gróðursetja eftir að titillinn fór á loft. Rosengård „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. „Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
„Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira