Farið hefur fé betra: Bless ríkisstjórn Guðbrandur Einarsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem ekkert tillit er tekið til stöðu viðkvæmra hópa, engu við bætt. Eða að ákall væri um að fólk í neyð sé beitt harðneskjulegri meðferð, ráðherrastólar keyptir fyrir milljarða, auðlindir þjóðarinnar afhentar sérhagsmunahópum án eðlilegs endurgjalds og sveitarfélög skilin eftir með milljarðaskuldir vegna grunnþjónustu sem hefur ekki verið fjármögnuð. Við vitum þó að þetta sé ekki ákall samfélagsins þá er þetta samt nákvæm lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að ríkisstjórnin er óhæf til að takast á við viðfangsefni líðandi stundar. Á meðan við glímdum við heimsfaraldur var hægt að fela sig að bak við hann en nú er það ekki hægt lengur. Með hverjum deginum sem líður verðum við æ betur upplýst um að sitjandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem heitið getur til þess að bæta þetta samfélag okkar. Hún er orðin einhvers konar moðsuða um engar breytingar og óbreytt ástand. Á sínum tíma þótti það geta verið hið besta mál að ásarnir á sitt hvorum væng stjórnmálanna mynduðu saman ríkisstjórn þannig að meintri fjármálasnilli Sjálfstæðismanna og velferðar- og loftslagsvinkli Vinstri grænna yrði hrært saman í einn pott og úr því gæti orðið ágætis grautur. En í veruleikanum er þessi grautur óætur. Það sem helst birtist okkur nú er óráðsía í ríkisrekstri, viðvarandi biðlistar og vægðarlaus útlendingapólitík. Orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á landsfundi báru með sér að stefna hennar sé fyrst og fremst að ganga inn í núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Samstarf sem betra væri að stöðva en framlengja. Á sama tíma virðast sumir óttast að ríkisstjórnin geti sprungið ef formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Ég myndi ekki gráta það fyrir hönd þjóðarinnar. Farið hefur fé betra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðbrandur Einarsson Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem ekkert tillit er tekið til stöðu viðkvæmra hópa, engu við bætt. Eða að ákall væri um að fólk í neyð sé beitt harðneskjulegri meðferð, ráðherrastólar keyptir fyrir milljarða, auðlindir þjóðarinnar afhentar sérhagsmunahópum án eðlilegs endurgjalds og sveitarfélög skilin eftir með milljarðaskuldir vegna grunnþjónustu sem hefur ekki verið fjármögnuð. Við vitum þó að þetta sé ekki ákall samfélagsins þá er þetta samt nákvæm lýsing á verkum ríkisstjórnarinnar. Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem líður að ríkisstjórnin er óhæf til að takast á við viðfangsefni líðandi stundar. Á meðan við glímdum við heimsfaraldur var hægt að fela sig að bak við hann en nú er það ekki hægt lengur. Með hverjum deginum sem líður verðum við æ betur upplýst um að sitjandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt sem heitið getur til þess að bæta þetta samfélag okkar. Hún er orðin einhvers konar moðsuða um engar breytingar og óbreytt ástand. Á sínum tíma þótti það geta verið hið besta mál að ásarnir á sitt hvorum væng stjórnmálanna mynduðu saman ríkisstjórn þannig að meintri fjármálasnilli Sjálfstæðismanna og velferðar- og loftslagsvinkli Vinstri grænna yrði hrært saman í einn pott og úr því gæti orðið ágætis grautur. En í veruleikanum er þessi grautur óætur. Það sem helst birtist okkur nú er óráðsía í ríkisrekstri, viðvarandi biðlistar og vægðarlaus útlendingapólitík. Orð nýkjörins formanns Samfylkingarinnar á landsfundi báru með sér að stefna hennar sé fyrst og fremst að ganga inn í núverandi ríkisstjórnarsamstarf. Samstarf sem betra væri að stöðva en framlengja. Á sama tíma virðast sumir óttast að ríkisstjórnin geti sprungið ef formannsskipti verða í Sjálfstæðisflokknum. Ég myndi ekki gráta það fyrir hönd þjóðarinnar. Farið hefur fé betra. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun