„Liðið hefur verið samansafn af lokuðum pappakössum“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2022 23:46 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt gleði sinni eftir sigur liðsins á útivelli gegn Njarðvík í kvöld. Jóhann telur Grindvíkinga hafa skortað hörku undanfarin ár og kvaðst ánægður að Gkay Skordilis, leikmaður Grindavíkur, hafi látið reka sig af velli. „Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hann, bara mjög ánægður. Þetta er bara það sem við viljum standa fyrir. Frá tímabilinu 2016/17 þegar Lalli [Þorleifur Ólafsson] bróðir hættir þá hefur liðið verið samansafn af lokuðum pappakössum sem eru litir í sér og þora ekki að berja frá sér. Það hefur bara verið einkenni liðsins undanfarin ár og við ætlum okkur að breyta því,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leik. Markmið Grindavíkur fyrir leikinn var að sýna kraft og hugrekki sem þeir yrðu sáttir með í leikslok, alveg sama hver úrslit leiksins hefðu verið. „Við erum hættir að vera litlir í okkur. Við lofuðum sjálfum okkur frammistöðu og ætluðum að vera sáttir með okkur í klefa eftir leik sama hvernig færi. Þetta var geggjuð frammistaða og rúsínan í pylsuendanum eru tvo stig,“ sagði Jóhann áður en hann bætti við. „Mér fannst við gera mjög vel varnarlega á hálfum velli og það var það sem við lögðum upp með.“ Í viðtali fyrir leikinn í kvöld sagði Jóhann að undanfarin vika hafi verið erfið í Grindavík en Jón Axel Guðmundsson yfirgaf félagið rúmum tveimur vikum eftir að hann samdi við liðið. Eftir leik talaði Jóhann m.a. um ástarsorg í Grindavík en bætti við að núna væri kominn tími til að horfa fram á veginn. „Það gekk svo sem ekkert á. Þetta var búið að vera lengi í loftinu, hvort hann væri að koma eða hvort hann væri ekki að koma. Það verður svo eitthvað úr þessu en svo er hann bara aftur farinn.“ „Ekki að ég sé eitthvað að lasta Jóni Axel eða neitt slíkt, vonandi gengur honum bara ofboðslega vel í því sem hann er að gera. Þetta var samt svolítið högg í andlitið, við spiluðum við Ármann í bikar á mánudaginn og það var bara eins og menn voru í ástarsorg. Ég hefði getað staðið hér fyrir leik og talið upp fullt af afsökunum og verið eitthvað að væla en við vorum bara klárir í að koma hingað og setja upp alvöru frammistöðu og við gerðum það.“ Bragi Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur, steig heldur betur upp í fjarveru Jóns Axels en Bragi gerði 19 stig í leiknum. Framundan er landsleikjahlé sem Jóhann og Grindvíkingar ætla að nýta til að reyna að finna nýja og rétta leikmenn í liðið. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að skoða okkar mál en ég ætla samt ekki að taka hvað sem er. Bragi var geggjaður í kvöld og sýndi að hann á heima á þessu sviði. Nökkvi og Hilmir áttu líka flottar mínútur. Við þurfum núna bara að sjá hvað gæti passað í liðið og hvað ekki,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik