Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 07:45 Frá mótmælum gegn brottvísun hælisleitenda á Austurvelli í vikunni. Vísir/Vilhelm Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar lét smala saman hælisleitendum og senda þá til Grikklands í skjóli nætur í vikunni. Á meðal þeirra sem voru sendir úr landi var fatlaður íraskur karlmaður. Nokkrir í hópnum eiga ennþá mál fyrir íslenskum dómstólum vegna meðferðar á málum þeirra. Í yfirlýsingu sem Unicef á Íslandi birti á Facebook-síðu sinni í gær fordæma samtökin að ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlausu barni hafi verið vísað úr landi. Fylgdarlaus börn eigi rétt á þjónustu barnaverndar og að úrræði hennar séu framlengd þar til ungmenni hefur fengið nægan stuðning til sjálfstæðs lífs. „Móttaka fylgdarlausra barna hér á landi er bágborin en þarna tekur steininn úr,“ segir í yfirlýsingu barnahjálparinnar. Ítreka samtökin fyrri áköll sín til íslenskra stjórnvalda um að hætta tafarlaust að senda hælisleitendur og flóttafólk til Grikklands þar sem margítrekað hafi komið fram að aðstæður þess séu ómannúðlegar og án fordæma í Evrópu. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa að mestu vísað gagnrýni á brottvísanirnar á bug í vikunni og fullyrt að almenn ánægja ríki um útlendingalögin sem þær byggja á. Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar lét smala saman hælisleitendum og senda þá til Grikklands í skjóli nætur í vikunni. Á meðal þeirra sem voru sendir úr landi var fatlaður íraskur karlmaður. Nokkrir í hópnum eiga ennþá mál fyrir íslenskum dómstólum vegna meðferðar á málum þeirra. Í yfirlýsingu sem Unicef á Íslandi birti á Facebook-síðu sinni í gær fordæma samtökin að ungmenni sem kom hingað sem fylgdarlausu barni hafi verið vísað úr landi. Fylgdarlaus börn eigi rétt á þjónustu barnaverndar og að úrræði hennar séu framlengd þar til ungmenni hefur fengið nægan stuðning til sjálfstæðs lífs. „Móttaka fylgdarlausra barna hér á landi er bágborin en þarna tekur steininn úr,“ segir í yfirlýsingu barnahjálparinnar. Ítreka samtökin fyrri áköll sín til íslenskra stjórnvalda um að hætta tafarlaust að senda hælisleitendur og flóttafólk til Grikklands þar sem margítrekað hafi komið fram að aðstæður þess séu ómannúðlegar og án fordæma í Evrópu. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa að mestu vísað gagnrýni á brottvísanirnar á bug í vikunni og fullyrt að almenn ánægja ríki um útlendingalögin sem þær byggja á.
Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira