Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2022 15:04 Steinunn Ása Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu en þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða, Aðsend Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Ungmennaþingið hófst eftir hádegi en ungmenni frá átta sveitarfélögum á Vestfjörðum, um 40 manns sitja þingið, sem lýkur síðdegis á morgun. Þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða en það er haldið til að efla lýðræðisvitund ungmenna og valdefla þau til að taka þátt í samfélagslegri umræðu, koma skoðunum sínum á framfæri og láta til sín taka. Steinunn Ása Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu og veit hver helstu dagskráratriði þess verða. „Það er ýmislegt, allt frá samgöngum, skólamálum, einelti, ofbeldi yfir í umhverfismál, alþjóðamál og í rauninni allur skalinn. Þetta er í fyrsta sinn, sem að svona ungmennaþing er haldið á Vestfjörðum. Það hefur verið haldið áður á nokkrum stöðum á landinu í landshlutanum en við vonumst bara til þess að þetta verði einhver fyrirmynd, sem við getum haldið áfram að vinna eftir og haldið áfram að geta gefið ungu fólki rödd og látið til sín taka,“ segir Steinunn Ása. Ungmennaþingið hófst í hádeginu í dag og lýkur síðdegis á morgun, sunnudag. Þingið er haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn Ása segir mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum hlusti á unga fólkið sitt. „Já, þetta er svona kannski spark í rassinn fyrir sveitarstjórnir að hlusta meira á ungt fólk. Samkvæmt æskulýðslögum eiga sveitarfélög að starfrækja ungmennaráð og við erum að valdefla krakkana til að taka meiri þátt í umræðunni og gefa þeim tólk og tæki til þess,“ segir Steinunn Ása enn fremur. Ísafjarðarbær Árneshreppur Bolungarvík Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjörður Vesturbyggð Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ungmennaþingið hófst eftir hádegi en ungmenni frá átta sveitarfélögum á Vestfjörðum, um 40 manns sitja þingið, sem lýkur síðdegis á morgun. Þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða en það er haldið til að efla lýðræðisvitund ungmenna og valdefla þau til að taka þátt í samfélagslegri umræðu, koma skoðunum sínum á framfæri og láta til sín taka. Steinunn Ása Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu og veit hver helstu dagskráratriði þess verða. „Það er ýmislegt, allt frá samgöngum, skólamálum, einelti, ofbeldi yfir í umhverfismál, alþjóðamál og í rauninni allur skalinn. Þetta er í fyrsta sinn, sem að svona ungmennaþing er haldið á Vestfjörðum. Það hefur verið haldið áður á nokkrum stöðum á landinu í landshlutanum en við vonumst bara til þess að þetta verði einhver fyrirmynd, sem við getum haldið áfram að vinna eftir og haldið áfram að geta gefið ungu fólki rödd og látið til sín taka,“ segir Steinunn Ása. Ungmennaþingið hófst í hádeginu í dag og lýkur síðdegis á morgun, sunnudag. Þingið er haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn Ása segir mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum hlusti á unga fólkið sitt. „Já, þetta er svona kannski spark í rassinn fyrir sveitarstjórnir að hlusta meira á ungt fólk. Samkvæmt æskulýðslögum eiga sveitarfélög að starfrækja ungmennaráð og við erum að valdefla krakkana til að taka meiri þátt í umræðunni og gefa þeim tólk og tæki til þess,“ segir Steinunn Ása enn fremur.
Ísafjarðarbær Árneshreppur Bolungarvík Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjörður Vesturbyggð Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira