Tilkynning barst björgunarsveitum klukkan 12:52 í dag. Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því að sjúkralið, björgunarsveitir og lögregla hafi farið á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið kölluð út. Ekki sé vitað um líðan slasaða að svo stöddu.
Mbl.is hefur eftir Pétri Björnssyni yfirlögregluþjóni að maðurinn hafi verið á rjúpnaveiðum. Hinn slasaði hafi verið með meðvitund þegar hann var fluttur til Reykjavíkur en sé með djúpa skurði eftir slysið.