Napoli búið að vinna níu leiki í röð | Mikael Egill kom inn af bekknum í tapi fyrir AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 22:00 Napoli eru óstöðvandi heima fyrir. DeFodi Images/Getty Images Napoli vann góðan 2-1 sigur á Atalanta í toppslag Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í fótbolta í kvöld. Napoli hefur nú unnið níu leiki í röð. Mikael Egill Ellertsson spilaði 20 mínútur þegar Spezia tapaði naumlega 2-1 fyrir AC Milan á San Siro. Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira
Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira