„Umspilið verður krefjandi en skemmtilegt og við ætlum að nýta tímann vel“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. nóvember 2022 17:05 Arnar Pétursson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Ísland vann Ísrael 24-33 og tryggði sér þáttöku í umspili um laust sæti á HM 2023. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn og þessar tvær vikur sem landsliðið hefur verið saman og leikið fjóra leiki. „Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
„Ég er sáttur við unnum leikinn með níu mörkum en þetta var erfið fæðing þar sem Ísrael spilaði langar sóknir og við létum stundum svæfa okkur sem endaði með að við fengum á okkur ódýr mörk en heilt yfir er ég sáttur,“ sagði Arnar Pétursson ánægður með sigurinn. Arnar var ánægður með áhlaup Íslands um miðjan seinni hálfleik þar sem Ísland gerði fjögur mörk í röð og sleit Ísrael endanlega frá sér. „Mér fannst góður hraði í okkur á þeim kafla þar sem við keyrðum hratt á þær. Þetta var góður kafli sem við nýttum mjög vel.“ Arnar var mjög ánægður með þessa tvo leiki Íslands í forkeppni HM og næst tekur umspil við. „Ég er mjög sáttur með þessar tvær vikur sem við áttum núna og líka vikuna sem við vorum meðal annars í Vestmannaeyjum um daginn. Þetta er búið að vera að hluta til nýjar áherslur sem við höfum verið að fara í gegnum og ég er mjög ánægður með ferðina til Færeyja og núna eru fimm mánuðir í eitthvað af bestu liðum heims þannig við þurfum að nýta tímann vel.“ Ísland vann alla fjóra leikina og Arnar var ánægður með hvernig stelpurnar tóku í áherslur hans. „Mér finnst okkur hafa tekist að komast hærra í varnarleiknum og við erum ekki að standa á sex metrunum. Við erum að reyna að taka meira frumkvæði varnarlega og á móti betri liðum þurfum við að mæta hærra á völlinn. Mér fannst við líka ná betri tökum á hlaupunum upp völlinn sem er nauðsynlegt.“ Eftir fimm mánuði fer Ísland í umspil og mætir að öllum líkindum afar sterkum andstæðingi. „Í umspilinu mætum við eitthvað af sterkustu þjóðum heims þannig er umspilið fyrir HM. Við getum mætt eitthvað af liðunum sem eru að spila á EM núna og það verður krefjandi og erfitt en skemmtilegt verkefni sem bíður okkar,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti