Eiginkona hans, Molly McNearney, mun sjá um að framleiða útsendinguna ásamt þeim Glenn Weiss og Richy Kirshner. Hún framleiðir einnig þættina Jimmy Kimmel Live! og kemur að því að skrifa þættina.

Heiður eða gildra
„Að vera boðið að kynna Óskarsverðlaunin í þriðja skipti er annaðhvort mikill heiður eða gildra,“ segir þáttastjórnandinn í tilkynningu. „Hvort sem um er að ræða er ég þakklátur Akademíunni fyrir að spyrja mig svona stuttu eftir að allir góðir sögðu nei.“ Athöfnin mun fara fram í Dolby leikhúsinu í Hollywood.

Líkt og áður sagði var hann kynnir á hátíðinni tvö ár í röð en árin 2019,2020 og 2021 var enginn kynnir á hátíðinni. í mars á þessu ári voru það þær Regina Hall, Wanda Sykes og Amy Schumer sem voru kynnar.
Það virðist þó eiga það til að gleymast þar sem augnablikið þar sem Chris Rock var að kynna atriði og slá á létta strengi, sem endaði með því að Will Smith löðrungaði hann, virðist sitja fastast eftir í manna minnum.