„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 11:34 Reiknað er með að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynni um forsetaframboð innan fárra daga. Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, við hlið Trumps á mynd, hefur einnig verið orðaður við framboð. Og í þingkosningunum í dag beinast flestra augu að hinum mönnunum tveimur; John Fetterman og Dr. Oz, sem berjast um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Samsett Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01
Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54