„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 17:31 Hilmar Pétursson var með íslenska landsliðinu í undankeppni HM í ágúst og er bjartsýnn á gott gengi gegn Georgíu í leiknum mikilvæga á föstudaginn. vísir/Arnar Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn. Hilmar, sem er uppalinn hjá Haukum, fór frá Breiðabliki til Münster í þýsku B-deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í Subway-deildinni síðasta vetur. „Það gengur bara vel. Það tók smátíma að aðlagast hlutunum úti. Það er meiri strúktúr í körfuboltanum og við erum að gera allt öðruvísi hluti en við gerðum í Breiðabliki í fyrra, en ég er kominn á flott ról og veit mitt hlutverk núna,“ segir Hilmar, ánægður með vistaskiptin til Þýskalands: „Ég tel að þetta hafi verið mjög gott skref. Ég er líka mjög heppinn með borgina sem ég er í og get ekki beðið um neitt betra. En ég hef þurft að fullorðnast mjög hratt. Áður en ég flutti út vissi ég ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið þegar ég væri að elda. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að læra á þetta,“ segir Hilmar og honum hefur einnig gengið vel að aðlagast nýju liði: „Jú, mjög vel. Liðsfélagarnir tóku manni opnum örmum og hafa hjálpað manni að komast inn í sitt hlutverk. Ég er mjög sáttur.“ Fylgist áfram vel með íslenska körfuboltanum Hilmar hefur fylgst með góðu gengi sinna gömlu liðsfélaga í Breiðabliki og fleirum úr fjarlægð í vetur: „Já, og ekki bara Blikum heldur bara íslenskum körfubolta, karla og kvenna. Mér finnst gaman að koma heim eftir æfingar og sjá leiki sem eru í gangi. Ég reyni að horfa á sem mest. Ég segi að þeir [Blikar] séu með betra lið en í fyrra. Það er eins gott að þeir geri eitthvað gott úr þessu,“ segir Hilmar léttur. Eins og fyrr segir á Ísland möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn, jafnvel á næstu sex dögum ef liðinu tekst að vinna Georgíu á föstudagskvöld í Laugardalshöll og svo Úkraínu í Lettlandi á mánudaginn. „Heppinn að fá að vera með í þessum hópi“ „Þetta er ótrúlegt. Ég vissi ekki að ég myndi verða partur af þessu strax en ég er heppinn að fá að vera með í þessum hópi. Ég er mjög bjartsýnn og held að við eigum góðan séns í þessi tvö lið sem bíða okkar,“ segir Hilmar sem var í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leikjunum tveimur gegn Spáni og Úkraínu í ágúst. Hilmar veit vel hve mikilvægur leikurinn við Georgíumenn, sem mættu til Íslands í dag, er enda liðin í harðri baráttu um HM-sæti: „Ég held að við munum taka þá, ef allt fer vel. Ég veit þó ekki mikið um georgíska liðið en þarna er að minnsta kosti einn fyrrverandi NBA-leikmaður [Tornike Shengelia]. En við hugsum bara um okkur. Spilum góða vörn og góða sókn, og þá held ég að við vinnum.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Hilmar, sem er uppalinn hjá Haukum, fór frá Breiðabliki til Münster í þýsku B-deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í Subway-deildinni síðasta vetur. „Það gengur bara vel. Það tók smátíma að aðlagast hlutunum úti. Það er meiri strúktúr í körfuboltanum og við erum að gera allt öðruvísi hluti en við gerðum í Breiðabliki í fyrra, en ég er kominn á flott ról og veit mitt hlutverk núna,“ segir Hilmar, ánægður með vistaskiptin til Þýskalands: „Ég tel að þetta hafi verið mjög gott skref. Ég er líka mjög heppinn með borgina sem ég er í og get ekki beðið um neitt betra. En ég hef þurft að fullorðnast mjög hratt. Áður en ég flutti út vissi ég ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið þegar ég væri að elda. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að læra á þetta,“ segir Hilmar og honum hefur einnig gengið vel að aðlagast nýju liði: „Jú, mjög vel. Liðsfélagarnir tóku manni opnum örmum og hafa hjálpað manni að komast inn í sitt hlutverk. Ég er mjög sáttur.“ Fylgist áfram vel með íslenska körfuboltanum Hilmar hefur fylgst með góðu gengi sinna gömlu liðsfélaga í Breiðabliki og fleirum úr fjarlægð í vetur: „Já, og ekki bara Blikum heldur bara íslenskum körfubolta, karla og kvenna. Mér finnst gaman að koma heim eftir æfingar og sjá leiki sem eru í gangi. Ég reyni að horfa á sem mest. Ég segi að þeir [Blikar] séu með betra lið en í fyrra. Það er eins gott að þeir geri eitthvað gott úr þessu,“ segir Hilmar léttur. Eins og fyrr segir á Ísland möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn, jafnvel á næstu sex dögum ef liðinu tekst að vinna Georgíu á föstudagskvöld í Laugardalshöll og svo Úkraínu í Lettlandi á mánudaginn. „Heppinn að fá að vera með í þessum hópi“ „Þetta er ótrúlegt. Ég vissi ekki að ég myndi verða partur af þessu strax en ég er heppinn að fá að vera með í þessum hópi. Ég er mjög bjartsýnn og held að við eigum góðan séns í þessi tvö lið sem bíða okkar,“ segir Hilmar sem var í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leikjunum tveimur gegn Spáni og Úkraínu í ágúst. Hilmar veit vel hve mikilvægur leikurinn við Georgíumenn, sem mættu til Íslands í dag, er enda liðin í harðri baráttu um HM-sæti: „Ég held að við munum taka þá, ef allt fer vel. Ég veit þó ekki mikið um georgíska liðið en þarna er að minnsta kosti einn fyrrverandi NBA-leikmaður [Tornike Shengelia]. En við hugsum bara um okkur. Spilum góða vörn og góða sókn, og þá held ég að við vinnum.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn