„Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Jón Axel Guðmundsson er bjartsýnn á að íslenska liðið geti tryggt sér sæti á HM. Vísir/Arnar Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gekk í raðir ítalska félagsins Pesaro eftir stutt stopp hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík. Hann verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Georgíu i Laugardalshöll í forkeppni HM næstkomandi föstudag. „Ég var bara með klásúlu í samningnum mínum og var alltaf að leita að því að fara út til Evrópu. Ég kom heim og lék með heimafélaginu og það er bara eins og það er. Auðvitað er draumurinn alltaf að leita út og það gekk bara upp í þetta skipti hjá mér,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi í gær. „Þeir eru búnir að segja við mig eftir að ég kom þarna út að þeir vilja bara að ég klári tímabilið með þeim. Samingurinn er bara þrír og svo getum við báðir skoðað okkar mál eftir það, en þeir eru bara að leita að peningum til að klára út árið. Þeir eru allir búnir að segja við mig, þjálfarinn og sponsorarnir, að þeir vilja að ég klári út árið.“ En hvernig lýst Jóni á komandi tíma í ítölsku deildinni eftir stutta dvöl þar í landi? „Bara mjög vel. Fyrir mér er þetta bara geggjaður klúbbur og ég fékk mjög góðar móttökur fyrstu fjóra dagana sem ég var þarna. Þannig að þetta verður bara geggjað tímabil held ég.“ „Maður verður bara að vera þolinmóður í þessum bolta því það kemur alltaf eitthvað. Það voru svo sem einhver tilboð að koma í sumar, en ekkert eitthvað sem mér fannst meira spennandi en að vera að spila heima þannig það var bara verið að bíða eftir þessu stóra tilboði frá stóru deildunum. Svo komu þau bara í fljótlega í enda október og þá var þetta frekar auðvelt val fyrir mig.“ HM-sætið í okkar höndum Framundan er krefjandi verkefni hjá Jóni Axeli og félögum í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Liðið mætir Georgíu næstkomandi föstudag, en liðin eru í harðri baráttu um sHM-sæti. „Þetta er náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM og við séum svona ógeðslega nálægt því. En þetta er búin að vera margra ára vinna og ég man bara þegar við vorum að spila við Kósovó og svona smærri þjóðir að þá fann maður að við vorum bara langt yfir þeim og okkur fannst öllum að við ættum ekkert heima með þeim í riðlum.“ „Mér finnst við vera búnir að vinna vel og það sést bara á öllum leikmönnum hvað allir eru að fara upp á hærra „level“ í Evrópu og það skilar sér bara inni á velli þegar við erum að spila allir saman.“ Eftir sterka sigra íslenska liðsins gegn Úkraínu og Ítalíu er Jón Axel bjartsýnn á það að liðið geti tryggt sér sæti á HM. „Mér finnst það mjög raunhæft. Og það besta við það er að þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á nein önnur lið. Við þurfum bara að gera okkar hlutverk og ef við gerum það vel þá er sætið á HM okkar.“ Klippa: Jón Axel: Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM „Verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni“ Leikur Íslands gegn Georgíu fer fram í Laugardalshöll, en langt er um liðið síðan íslenskt landslið lék í höllinni. Hingað til hefur íslenska körfuboltalandsliðið leikið leiki sína í Ólafssal á Ásvöllum, en Jón segir það gott að snúa aftur í höllina, þrátt fyrir að tími liðsins í Ólafssal hafi verið góður. „Við höfum ekki tapað leik í Ólafssal, en auðvitað verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni. Maður á margar góðar minningar þaðan líka þannig að þetta verður bara fjör og vonandi verður bara fullt hús og góð stemning.“ Að lokum segir Jón að leikurinn gegn Georgíu verði krefjandi, en að íslenska liðið ætli sér að mæta vel undirbúið. „Ég held að við vitum allir hvað þeir geta. Þeir eru náttúrulega með fullt af Evrópuleikmönum á „high caliber“ og nokkra Evrópudeildarleikmenn. Sem betur fer missa þeir einn NBA-gæja út. Við vitum mikið um liðið bara frá seinasta glugga líka þannig það er bara að mæta vel stemndir í leikinn og vonandi verða allir heilir hjá okkur og tilbúnir að spila á föstudaginn,“ sagði Jón Axel að lokum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
„Ég var bara með klásúlu í samningnum mínum og var alltaf að leita að því að fara út til Evrópu. Ég kom heim og lék með heimafélaginu og það er bara eins og það er. Auðvitað er draumurinn alltaf að leita út og það gekk bara upp í þetta skipti hjá mér,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi í gær. „Þeir eru búnir að segja við mig eftir að ég kom þarna út að þeir vilja bara að ég klári tímabilið með þeim. Samingurinn er bara þrír og svo getum við báðir skoðað okkar mál eftir það, en þeir eru bara að leita að peningum til að klára út árið. Þeir eru allir búnir að segja við mig, þjálfarinn og sponsorarnir, að þeir vilja að ég klári út árið.“ En hvernig lýst Jóni á komandi tíma í ítölsku deildinni eftir stutta dvöl þar í landi? „Bara mjög vel. Fyrir mér er þetta bara geggjaður klúbbur og ég fékk mjög góðar móttökur fyrstu fjóra dagana sem ég var þarna. Þannig að þetta verður bara geggjað tímabil held ég.“ „Maður verður bara að vera þolinmóður í þessum bolta því það kemur alltaf eitthvað. Það voru svo sem einhver tilboð að koma í sumar, en ekkert eitthvað sem mér fannst meira spennandi en að vera að spila heima þannig það var bara verið að bíða eftir þessu stóra tilboði frá stóru deildunum. Svo komu þau bara í fljótlega í enda október og þá var þetta frekar auðvelt val fyrir mig.“ HM-sætið í okkar höndum Framundan er krefjandi verkefni hjá Jóni Axeli og félögum í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta. Liðið mætir Georgíu næstkomandi föstudag, en liðin eru í harðri baráttu um sHM-sæti. „Þetta er náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM og við séum svona ógeðslega nálægt því. En þetta er búin að vera margra ára vinna og ég man bara þegar við vorum að spila við Kósovó og svona smærri þjóðir að þá fann maður að við vorum bara langt yfir þeim og okkur fannst öllum að við ættum ekkert heima með þeim í riðlum.“ „Mér finnst við vera búnir að vinna vel og það sést bara á öllum leikmönnum hvað allir eru að fara upp á hærra „level“ í Evrópu og það skilar sér bara inni á velli þegar við erum að spila allir saman.“ Eftir sterka sigra íslenska liðsins gegn Úkraínu og Ítalíu er Jón Axel bjartsýnn á það að liðið geti tryggt sér sæti á HM. „Mér finnst það mjög raunhæft. Og það besta við það er að þetta er bara algjörlega í okkar höndum. Við þurfum ekki að treysta á nein önnur lið. Við þurfum bara að gera okkar hlutverk og ef við gerum það vel þá er sætið á HM okkar.“ Klippa: Jón Axel: Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM „Verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni“ Leikur Íslands gegn Georgíu fer fram í Laugardalshöll, en langt er um liðið síðan íslenskt landslið lék í höllinni. Hingað til hefur íslenska körfuboltalandsliðið leikið leiki sína í Ólafssal á Ásvöllum, en Jón segir það gott að snúa aftur í höllina, þrátt fyrir að tími liðsins í Ólafssal hafi verið góður. „Við höfum ekki tapað leik í Ólafssal, en auðvitað verður alltaf geggjað að spila aftur í Laugardalshöllinni. Maður á margar góðar minningar þaðan líka þannig að þetta verður bara fjör og vonandi verður bara fullt hús og góð stemning.“ Að lokum segir Jón að leikurinn gegn Georgíu verði krefjandi, en að íslenska liðið ætli sér að mæta vel undirbúið. „Ég held að við vitum allir hvað þeir geta. Þeir eru náttúrulega með fullt af Evrópuleikmönum á „high caliber“ og nokkra Evrópudeildarleikmenn. Sem betur fer missa þeir einn NBA-gæja út. Við vitum mikið um liðið bara frá seinasta glugga líka þannig það er bara að mæta vel stemndir í leikinn og vonandi verða allir heilir hjá okkur og tilbúnir að spila á föstudaginn,“ sagði Jón Axel að lokum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn