Áhersla á velferð og skólamál í Kópavogi í fjárhagsáætlun 2023 Orri Hlöðversson skrifar 9. nóvember 2022 11:31 Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023. Í þröngri stöðu gerir fjárhagsáætlun Kópvogsbæjar ráð fyrir lítilsháttar afagangi af rekstrarreikningi A- og B-hluta. Á sama tíma og dregið er úr skattheimtu á bæjarbúa er lögð þung áhersla á skóla- og velferðarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 6 milljarða króna á árinu – mest til grunn- og leikskólamála. Það er ekki einfalt verk að koma fram heildstæðri áætlun í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir. Vissulega eru forsendur til þess að auka tekjur nokkuð á milli ára, einkum vegna fjölgunar íbúa og hærra atvinnustigs. Það er eins gott því þörfin fyrir aukin framlög til hinna ýmsu málaflokka er afar mikil Á sama tíma eru aðstæður í efnahagslífinu krefjandi með háu vaxtastigi og mikilli verðbólgu sem aftur hefur mikil áhrif á skuldastöðu bæjarins og burði hans til að fjármagna viðhald eigna og nauðsynlegar framkvæmdir. Í þessari stöðu er bara eitt til ráða. Það er að forgangsraða. Í raun má segja að á bakvið þá áætlun sem nú er lögð fram sé ein allsherjar vinnulota forgangsröðunar. Og sú vinna mun halda áfram árið 2023 þegar fylgt verður eftir kröfum um hagræðingu í rekstri bæjarins sem birtast í áætluninni. Hagræðingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að draga út rekstrarkostnaði bæjarins. Eða í það minnsta hægja á honum þannig að vöxtur hans verði hægari en vöxtur teknanna. Hagræðingin mun beina sjónum sínum helst að þáttum sem ekki teljast til grunnþjónustu bæjarfélagsins. Í þessu samhengi er líka gott a velta fyrir sér spurningunni til hvers ætlast bæjarbúar af þeim sem bera endanlega ábyrgð á rekstri bæjarins? Hvað er það sem fólk vill að gert sé við þá fjármuni sem til verða í okkar sjóðum í gegnum skatt- og þjónustutekjur eða eftir öðrum leiðum? Í mínum huga stendur vilji almennings til þess að staðinn sé vörður um velferð íbúanna og að hlúð sé að þeim kerfum sem við höfum komið okkur upp í þeim tilgangi. Og það erum við einmitt að leitast við að gera fjárhagsáætluninni. Í þröngri stöðu er áherslan fyrst og fremst á grunn- og leikskólana okkar, velferðarkerfið og íþrótta- og æskulýðsmál. Notendur þeirrar þjónustu sem falla undir ofangreinda málaflokka eru fyrst og fremst börn og þeir sem minna mega sín í okkar samfélagi. Í áætluninni eru líka áherslur sem ætlað er að bæta starfsumhverfi starfsmanna sem starfa við mennta- og velferðarmál. Umhverfis- og skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í rekstri sveitarfélags eins og Kópavogs. Viðfangsefnin þar verða sífellt flóknari en í grunninn snúast þau samt um að tryggja mannvænt umhverfi fyrir íbúa þar sem þeir njóta vellíðunar í lífi og starfi. En markmiðið verður líka að skapa svigrúm til uppbyggingar og vaxtar í takti við íbúafjölgun. Að komandi kynslóðir eigi þess kost að setjast að í okkar góða bæjarfélagi á sama hátt og við höfum fengið tækifæri til þess í fortíðinni og í núinu. Stundum rekast sjónarmið harkalega á t.d. þegar ný uppbyggingarverkefni eru sett af stað í eldri hverfum. Okkar verkefni í bæjarstjórn er að leita leiða til lausna, sætta sjónarmið og þoka málum áfram. En gleymum ekki öðru. Bæjarbúar vilja líka að við leysum þessi verkefni með sem minnstum tilkostnaði og með sem lægstum álögum á íbúa. Það er hin hliðin á peningnum. Því er því afar jákvætt að geta kynnt til sögunnar í áætluninni lækkandi álögur á skattgreiðendur í Kópavogi árið 2023 á sama tíma og rekstrarumhverfi bæjarins er jafn krefjandi og raun ber vitni. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 fer því bil beggja. Hún fetar slóðina milli þess að standa vel við bakið á grunnþjónustunni á sama tíma og hún léttir á álögur á skattgreiðendur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023. Í þröngri stöðu gerir fjárhagsáætlun Kópvogsbæjar ráð fyrir lítilsháttar afagangi af rekstrarreikningi A- og B-hluta. Á sama tíma og dregið er úr skattheimtu á bæjarbúa er lögð þung áhersla á skóla- og velferðarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 6 milljarða króna á árinu – mest til grunn- og leikskólamála. Það er ekki einfalt verk að koma fram heildstæðri áætlun í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir. Vissulega eru forsendur til þess að auka tekjur nokkuð á milli ára, einkum vegna fjölgunar íbúa og hærra atvinnustigs. Það er eins gott því þörfin fyrir aukin framlög til hinna ýmsu málaflokka er afar mikil Á sama tíma eru aðstæður í efnahagslífinu krefjandi með háu vaxtastigi og mikilli verðbólgu sem aftur hefur mikil áhrif á skuldastöðu bæjarins og burði hans til að fjármagna viðhald eigna og nauðsynlegar framkvæmdir. Í þessari stöðu er bara eitt til ráða. Það er að forgangsraða. Í raun má segja að á bakvið þá áætlun sem nú er lögð fram sé ein allsherjar vinnulota forgangsröðunar. Og sú vinna mun halda áfram árið 2023 þegar fylgt verður eftir kröfum um hagræðingu í rekstri bæjarins sem birtast í áætluninni. Hagræðingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að draga út rekstrarkostnaði bæjarins. Eða í það minnsta hægja á honum þannig að vöxtur hans verði hægari en vöxtur teknanna. Hagræðingin mun beina sjónum sínum helst að þáttum sem ekki teljast til grunnþjónustu bæjarfélagsins. Í þessu samhengi er líka gott a velta fyrir sér spurningunni til hvers ætlast bæjarbúar af þeim sem bera endanlega ábyrgð á rekstri bæjarins? Hvað er það sem fólk vill að gert sé við þá fjármuni sem til verða í okkar sjóðum í gegnum skatt- og þjónustutekjur eða eftir öðrum leiðum? Í mínum huga stendur vilji almennings til þess að staðinn sé vörður um velferð íbúanna og að hlúð sé að þeim kerfum sem við höfum komið okkur upp í þeim tilgangi. Og það erum við einmitt að leitast við að gera fjárhagsáætluninni. Í þröngri stöðu er áherslan fyrst og fremst á grunn- og leikskólana okkar, velferðarkerfið og íþrótta- og æskulýðsmál. Notendur þeirrar þjónustu sem falla undir ofangreinda málaflokka eru fyrst og fremst börn og þeir sem minna mega sín í okkar samfélagi. Í áætluninni eru líka áherslur sem ætlað er að bæta starfsumhverfi starfsmanna sem starfa við mennta- og velferðarmál. Umhverfis- og skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í rekstri sveitarfélags eins og Kópavogs. Viðfangsefnin þar verða sífellt flóknari en í grunninn snúast þau samt um að tryggja mannvænt umhverfi fyrir íbúa þar sem þeir njóta vellíðunar í lífi og starfi. En markmiðið verður líka að skapa svigrúm til uppbyggingar og vaxtar í takti við íbúafjölgun. Að komandi kynslóðir eigi þess kost að setjast að í okkar góða bæjarfélagi á sama hátt og við höfum fengið tækifæri til þess í fortíðinni og í núinu. Stundum rekast sjónarmið harkalega á t.d. þegar ný uppbyggingarverkefni eru sett af stað í eldri hverfum. Okkar verkefni í bæjarstjórn er að leita leiða til lausna, sætta sjónarmið og þoka málum áfram. En gleymum ekki öðru. Bæjarbúar vilja líka að við leysum þessi verkefni með sem minnstum tilkostnaði og með sem lægstum álögum á íbúa. Það er hin hliðin á peningnum. Því er því afar jákvætt að geta kynnt til sögunnar í áætluninni lækkandi álögur á skattgreiðendur í Kópavogi árið 2023 á sama tíma og rekstrarumhverfi bæjarins er jafn krefjandi og raun ber vitni. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 fer því bil beggja. Hún fetar slóðina milli þess að standa vel við bakið á grunnþjónustunni á sama tíma og hún léttir á álögur á skattgreiðendur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun