Utan vallar: Kaupa aftur hlutabréf í Heimi í sögulegu lágmarki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 12:30 Eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum á fyrsta tímabili sínu með Val voru næstu tvö tímabil mikil vonbrigði. vísir/hulda margrét Síðast þegar FH keypti hlutabréfin í Heimi Guðjónssyni í sögulegu lágmarki reyndist það snilldarráð. En geta FH-ingar endurtekið leikinn? „Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna. Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
„Það er aðeins einn Heimir Guðjóns,“ kyrjuðu viðstaddir á enn einum samstöðufundinum í Kaplakrika þegar Heimir Guðjónsson gekk inn í salinn. Kóngurinn í Krikanum var kominn aftur. Líklega er enginn einstaklingur tengdur blómaskeiði FH með jafn sterkum hætti og Heimir. Hann var aðalpersónan í gullöld Fimleikafélagsins. Fyrst sem leikmaður, svo fyrirliði, aðstoðarþjálfari og loks þjálfari. Heimir var hjá FH í sautján ár og á þeim tíma varð liðið átta sinnum Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, náði góðum árangri í Evrópukeppnum og endaði annað hvort í 1. eða 2. sæti fjórtán ár í röð. Heimir varð það á að enda í 3. sæti FH 2017 og var í kjölfarið rekinn. Sú ákvörðun reyndist ekki heillavænleg fyrir Fimleikafélagið. FH fékk aðeins 25 stig í 27 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.vísir/hulda margrét Síðan þá hefur FH aldrei verið í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og í sumar bjargaði liðið sér frá falli á markatölu. Aðeins eitt lið (Leiknir) fékk færri stig en FH í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili. Það er af sem áður var. Fyrst í stað virtist Heimir spjara sig betur án FH en FH án Heimis. Hann vann tvo stóra titla á tveimur árum sem þjálfari HB í Færeyjum. Heimir var svo ráðinn til Vals og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið erfið fyrir Heimi. Þrátt fyrir fína byrjun 2021 þótti spilamennska Valsmanna ekki góð og loftið fór svo hressilega úr blöðrunni undir lok tímabilsins. Heimir fékk samt að halda áfram með Val en tókst ekki að snúa genginu við og var látinn taka pokann sinn um miðjan júlí. Heimir hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla allra þjálfara í seinni tíð.vísir/hulda margrét Miðað við umræðuna mætti halda að Heimir sé orðin hálfgerð risaeðla sem hafi verið skilin eftir af mönnum á borð við Arnari Gunnlaugssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Samt eru bara tvö ár síðan lið Heimis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum. Hann hefur þjálfað í efstu deild á Íslandi í þrettán tímabil og orðið meistari á sex þeirra. Og það er ekki eins og þessir titlar hafi unnist áður en litasjónvarpið kom til sögunnar. En hlutabréfin í Heimi hafa sennilega ekki verið jafn lág og eftir tímabilið 1999. Þá tók FH sénsinn og keypti og það breytti sögu félagsins. FH-ingar vonast eftir svipaðri niðurstöðu núna. Fréttin um að Heimir Guðjónsson væri á leið til FH fékk ekki stórt pláss á íþróttasíðum íslensku blaðanna. En þetta reyndust mikilvægustu félagaskipti í sögu FH.úrklippa úr dv 6. janúar 2000 Staða FH hefur samt líklega heldur ekki verið jafn slæm og síðan um aldamótin. FH-ingar voru vandræðalega slakir í sumar, unnu aðeins einn útileik, ekkert lið sem var í efri hlutanum og héldu sér uppi á markatölu eins og áður sagði. Eftir að hafa verið með tvo þjálfara á árunum 2003-17 hefur FH skipt sex sinnum um þjálfara á síðustu þremur árum. Leikmannahópurinn er líka skringilega samsettur eins og margoft hefur verið fjallað um. Í honum er bara leikmenn sem voru einu sinni góðir og svo leikmenn sem verða (kannski) góðir í framtíðinni. Enginn í hópnum er á toppaldri. Svo eru það blessuðu endurkomurnar sem eru ekki alltaf góð hugmynd og hafa heppnast misvel. Fyrir hverja 2003 endurkomu hjá Ólafi Jóhannessyni er George Kirby endurkoma 1990. En tilfinningin er að FH og Heimir Guðjónsson þurfi á hvort öðru að halda á þessum tíma. Eftir skilnað taki þau saman aftur, barnanna vegna. Það getur farið í allar áttir en það er þess virði að láta á það reyna.
Besta deild karla FH Utan vallar Hafnarfjörður Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira