Ofbeldisdómar of þungir Elísabet Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun