„Stelpurnar létu áhlaup Vals ekki buga sig sem var snilld“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. nóvember 2022 22:30 Bjarni Magnússon á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Haukar unnu þrettán stiga útisigur á Val 76-89 í Subway deild-kvenna. Þetta var sjötti sigur Hauka í röð og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ánægður með sigurinn. „Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
„Ég var stoltur af liðinu. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn og það var ákefð í okkur næstum því allan tímann og heildarbragurinn í leiknum var góður,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið í leiknum og um miðjan fyrri hálfleik komust Haukar tuttugu stigum yfir. „Ég var ánægður með hvernig við tókum frumkvæðið í leiknum það var það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að koma sterkar til leiks vegna þess að ég bjóst við að Valskonur myndu mæta grimmar til leiks þar sem þær töpuðu illa fyrir okkur í fyrstu umferðinni og við máttum ekki láta þær gefa okkur fyrsta höggið.“ Eftir að Haukar komust tuttugu stigum yfir kom áhlaup frá Val sem minnkaði forskot Hauka niður í sjö stig. „Um miðjan fyrri hálfleik vorum við að gera vel varnarlega og sóknarlega. Við hreyfðum boltann vel, vorum að hlaupa á þær og fengum góð skot ásamt því náðum við góðum stoppum varnarlega. “ „Síðan í framhaldinu kom þessi eini kafli sem var mjög sérstakur. Við vorum nítján stigum yfir þá kom áhlaup frá Val sem varð til þess að ég tók leikhlé. Eftir að ég tók leikhlé fórum við að spila eins og við værum nítján stigum undir en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst við svara þessu áhlaupi Vals strax í upphafi síðari hálfleiks.“ Bjarni var ánægður með seinni hálfleik Hauka. Stöllur Bjarna létu meðbyr Vals ekkert á sig fá heldur settu tóninn strax í upphafi þriðja leikhluta. „Ég var ánægður með hvernig stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik hvaða gír við þurftum að fara aftur í til að ná góðu áhlaupi þar sem þetta er körfubolti og það var snilld hvernig mitt lið lét áhlaup Vals ekki á sig fá,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira