Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. nóvember 2022 23:17 Hér má sjá borða klipptan áður en sporvagninn var tekinn í notkun. Utanríkisráðuneytið Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. Þórdís Kolbrún tók við formennskunni af Breifne O‘Reilly, fastafulltrúa Írlands gagnvart Evrópuráðinu. Ísland mun sinna embættinu í sex mánuði eða þar til í maí 2023 þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn hér á landi. Fundurinn verður sá fjórði frá upphafi. Þegar hún tók við nýtti Þórdís Kolbrún tækifærið og kynnti formennskuáætlun Íslands í ráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Formennskuáætlunina má sjá með því að smella hér. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu þar sem hún segir helsta markmið formennskutíðar Íslands vera að efla grundvallargildi ráðsins ásamt því að „leggja sérstaka áherslu á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti.“ „Ísland fær það ábyrgðarmikla verkefni að leiða Evrópuráðið á tímum sem fela í sér miklar áskoranir. Grundvallargildi ráðsins - lýðræði, réttarríkið og mannréttindi – eiga undir högg að sækja eins og hörmulegt árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu sýnir svo glöggt. Helsta markmiðið í formennskutíð Íslands verður því að efla þessi grundvallargildi og styrkja ráðið sem málsvara þeirra. Ísland tekur forystuhlutverki sínu alvarlega á þessum krefjandi tímum,” segir Þórdís Kolbrún. Í tilefni formennsku Íslands í ráðinu var sporvagn skreyttur norðurljósum tekinn í gagnið í Strassborg í dag og fékk Þórdís Kolbrún far með vagninum að ráðhúsi borgarinnar þar sem íslenska fánanum var flaggað. Hér að ofan má sjá umfjöllun um málið úr kvöldfréttum. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Íslendingar erlendis Frakkland Utanríkismál Tengdar fréttir Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þórdís Kolbrún tók við formennskunni af Breifne O‘Reilly, fastafulltrúa Írlands gagnvart Evrópuráðinu. Ísland mun sinna embættinu í sex mánuði eða þar til í maí 2023 þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn hér á landi. Fundurinn verður sá fjórði frá upphafi. Þegar hún tók við nýtti Þórdís Kolbrún tækifærið og kynnti formennskuáætlun Íslands í ráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Formennskuáætlunina má sjá með því að smella hér. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu þar sem hún segir helsta markmið formennskutíðar Íslands vera að efla grundvallargildi ráðsins ásamt því að „leggja sérstaka áherslu á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti.“ „Ísland fær það ábyrgðarmikla verkefni að leiða Evrópuráðið á tímum sem fela í sér miklar áskoranir. Grundvallargildi ráðsins - lýðræði, réttarríkið og mannréttindi – eiga undir högg að sækja eins og hörmulegt árásarstríð Rússlands gegn Úkraínu sýnir svo glöggt. Helsta markmiðið í formennskutíð Íslands verður því að efla þessi grundvallargildi og styrkja ráðið sem málsvara þeirra. Ísland tekur forystuhlutverki sínu alvarlega á þessum krefjandi tímum,” segir Þórdís Kolbrún. Í tilefni formennsku Íslands í ráðinu var sporvagn skreyttur norðurljósum tekinn í gagnið í Strassborg í dag og fékk Þórdís Kolbrún far með vagninum að ráðhúsi borgarinnar þar sem íslenska fánanum var flaggað. Hér að ofan má sjá umfjöllun um málið úr kvöldfréttum.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Íslendingar erlendis Frakkland Utanríkismál Tengdar fréttir Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41