Notar mest kollótta hrúta á fengitímanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2022 23:04 Jóhann og Jóna Guðrún eiga svo von á 1900 til 2000 lömbum vorið 2023 en það ræðst þó af því hvað hrútarnir standa sig vel á fengitímanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í fjárhúsum landsins þessa dagana en ástæðan fyrir því er einföld, fengitíminn er að hefjast. Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira