Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 11:58 Menn eru ekki á einu máli um það hvort „venjuleg“ vetrardekk séu jafn góð til vetrarbrúks og negld dekk. Getty Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs. Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.
Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira