Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 22:10 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks. Ísland tapaði með þriggja stiga mun, 85-88, gegn Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn var nokkuð vel spilaður hjá íslenska liðinu, sérstaklega ef horft er til þess að Martin Hermannsson - einn albesti körfuboltamaður landsins - er frá vegna meiðsla. Dómgæslan undir lok leiks var heldur skrautleg og þó leikmenn liðsins hafi talað um að þetta hafi einfaldlega ekki fallið með Íslandi í kvöld þá voru sérfræðingarnir Benedikt og Matthías Orri Sigurðsson á öðru máli. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ásamt því að segja að um skandal væri að ræða þá þakkaði Benedikt fyrir að vera í setti á RÚV þar sem hann hefði eflaust strunsað á eftir dómurum leiksins hefði hann verið áhorfandi. Það atvik sem um er ræðir var undir lok leiks þegar Sigtryggur Arnar Björnsson er að fara í þriggja stiga skot brotið er á honum. Dómarinn dæmir hins vegar ekki þrjú vítaskot þar sem hann sagði að Sigtryggur Arnar væri að fara gefa boltann, eitthvað sem hvert mannsbarn sá að var alls ekki að fara gerast enda enginn Íslendingur til að gefa á miðað við hvernig Sigtryggur Arnar stóð. Eldræðu Benedikts má sjá hér að neðan. Benni Guðmunds er algjörlega brjálaður. Þetta er algjör skandall. pic.twitter.com/TOIoKgOvOo— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland á þó enn möguleika á að komast á HM 2023 en liðið þarf að byrja á að vinna Úkraínu á mánudag. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Ísland tapaði með þriggja stiga mun, 85-88, gegn Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn var nokkuð vel spilaður hjá íslenska liðinu, sérstaklega ef horft er til þess að Martin Hermannsson - einn albesti körfuboltamaður landsins - er frá vegna meiðsla. Dómgæslan undir lok leiks var heldur skrautleg og þó leikmenn liðsins hafi talað um að þetta hafi einfaldlega ekki fallið með Íslandi í kvöld þá voru sérfræðingarnir Benedikt og Matthías Orri Sigurðsson á öðru máli. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ásamt því að segja að um skandal væri að ræða þá þakkaði Benedikt fyrir að vera í setti á RÚV þar sem hann hefði eflaust strunsað á eftir dómurum leiksins hefði hann verið áhorfandi. Það atvik sem um er ræðir var undir lok leiks þegar Sigtryggur Arnar Björnsson er að fara í þriggja stiga skot brotið er á honum. Dómarinn dæmir hins vegar ekki þrjú vítaskot þar sem hann sagði að Sigtryggur Arnar væri að fara gefa boltann, eitthvað sem hvert mannsbarn sá að var alls ekki að fara gerast enda enginn Íslendingur til að gefa á miðað við hvernig Sigtryggur Arnar stóð. Eldræðu Benedikts má sjá hér að neðan. Benni Guðmunds er algjörlega brjálaður. Þetta er algjör skandall. pic.twitter.com/TOIoKgOvOo— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland á þó enn möguleika á að komast á HM 2023 en liðið þarf að byrja á að vinna Úkraínu á mánudag.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum