Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2022 22:50 Craig Pedersen óskar eftir skýringum frá dómurum leiksins. vísir/vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. „Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Eftir rólega byrjun hjá okkur, eða góða byrjun hjá þeim, gerðum við vel í að koma okkur aftur inn í leikinn og finna flæðið okkar,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leik. „Við náðum smá forskoti í seinni hálfleik en herslumuninn vantaði. Þeir gerðu betur síðustu sex mínútur leiksins. Þar lá munurinn. Mér fannst við fá tækifæri en þeir nýttu sín betur.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og munurinn þrjú stig, 84-87, var brotið á Sigtryggi Arnari Björnssyni, í þriggja skoti að mati allra Íslendinga en ekki dómaranna. Ísland fékk því aðeins tvö víti og gat því ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Pedersen reyndi að fá dómarana til að skoða atvikið á myndbandi en talaði fyrir daufum eyrum. „Mér var sagt að þeir mættu ekki skoða það í svona stöðu. Mér fannst hann augljóslega vera að fara að skjóta. Það var enginn á þessum helmingi vallarins, hvern átti hann að gefa á? En það er bara mín skoðun, kannski breytist hún þegar ég horfi á þetta aftur,“ sagði Pedersen. Hvernig fá dómararnir þetta út? pic.twitter.com/SUGetSqEnn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 11, 2022 Ísland spilaði sérstaklega vel í 3. leikhluta sem liðið vann með tíu stigum, 25-15. Íslendingar voru sterkir á báðum endum vallarins og töpuðu boltanum til að mynda aldrei í leikhlutanum. En svo fjaraði undan íslenska liðinu. „Við gerðum vel í vörninni en við verðum að læra að klára dæmið. Stundum náðum við ekki skoti á körfuna eftir að við komumst yfir. Það særði okkur í dag,“ sagði Pedersen. Íslenska liðið heldur nú til Ríga í Lettlandi þar sem það mætir Úkraínu á mánudaginn í seinni leik sínum í þessari landsleikjahrinu. „Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gleyma þessu. Við getum ekki farið með þessi vonbrigði í ferðalagið fyrir leik sem við þurfum að vinna. Við tölum um hlutina en höldum áfram og getum ekki hugsað of mikið um þennan leik,“ sagði Pedersen að lokum.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira