Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. nóvember 2022 16:01 Flóttamenn við landamærastöðina við Melilla á norðurströnd Afríku. ILIES AMAR/Europa Press via Getty Images Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar. Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi. Spánn Flóttamenn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Melilla er lítil borg á norðurströnd Afríku sem tilheyrir Spáni og á landamæri að Marokkó. Þann 24. júní í sumar ruddust um 2.000 flóttamenn að landamærahliðinu, brutu það niður og freistuðu þess að komast inn á spænskt yfirráðasvæði. Öngþveiti og dauði Algert öngþveiti skapaðist og áður en yfir lauk lágu 23 flóttamenn í valnum, eftir að hafa troðist undir og yfir 200 voru slasaðir. Spænsk stjórnvöld fullyrtu frá fyrsta degi að enginn hefði látist á spænsku yfirráðasvæði og að ekkert saknæmt lægi að baki þessum harmleik. Telja spænsku lögregluna hafa valdið glundroðanum Nú er ýmislegt sem bendir til þess að því sé öfugt farið og að spænska lögreglan sé með óhreint mjöl í pokahorninu, svo ekki sé meira sagt. 8 spænskir þingmenn heimsóttu Melilla í byrjun vikunnar. Fjórir þeirra, þar á meðal þingmenn úr hópi stjórnarliða, fullyrða í viðtölum við fjölmiðla að fjöldi flóttamanna hafi látist inni á spænsku yfirráðasvæði. Þeir segja líka vísbendingar um að spænskir lögreglumenn hafi í raun valdið glundroðanum sem varð til þess að fólkið kramdist til bana. Spænska lögreglan hafi skotið 86 táragashylkjum, 28 reykbombum, 65 gúmmíkúlum, 270 viðvörunarskotum og 41 brúsa af piparúða að mannfjöldanum. Talsmenn ýmissa mannréttindahópi telja einmitt að táragasið kunni að hafa verið kveikjan að því að fólkið kramdist undir mannmergðinni. Mótmæli í Madrid í sumar eftir að a.m.k. 23 flóttamenn tróðust undir og létust við landamærastöðina við Melilla.Pablo Blazquez Dominguez/Getty Images Stjórnvöld segja aðgerðir lögreglu hófsamar Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar, situr fast við sinn keip og segir aðgerðir spænsku lögreglunnar hafi allar verið innan hófsemdarmarka. Óháðir sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru ekki á sama máli og telja að dauðsföllin megi fyrst og fremst rekja til óhóflegs ofbeldis lögreglu. Þá telja þeir að mun fleiri hafi látist en gefið er upp opinberlega. Both E Tendayi Achiume, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í kynþáttamisrétti, segir að ofbeldið sem fólkið hafi verið beitt sé einkennandi fyrir það kynþáttahatur sem ríki á landamærum Evrópusambandsins, banvænu ofbeldi sé beitt til þess að hindra komu flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Evrópu, og mannréttindi brotin á þeim gróflega. Ólíklegt að einhver verði dreginn til ábyrgðar Rannsóknin sem nú er í gangi ræður úrslitum um hvort atvikið komi til kasta spænskra dómstóla. Hófleg bjartsýni ríkir um að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna þessara dauðsfalla. Fyrr á þessu ári ákvað hæstiréttur Spánar að rannsókn skyldi hætt á atviki þegar 14 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Spánar, í kjölfar þess að spænska lögreglan skaut á þá gúmmíkúlum og táragasi.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira