Störfuðu sem læknar án þess að vera með réttindi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. nóvember 2022 15:39 Getty Images Unglingspiltur í Madrid og tæplega þrítug kona á Norður-Spáni hafa verið handtekin, en þau hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun. Ungi pilturinn hefur áður þóst vera lögreglumaður og skólastjóri. Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu. Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Skellti sér í sloppinn og fór í húsvitjun Ungi maðurinn er 17 ára gamall og hefur um nokkurt skeið starfað á hjúkrunarheimili sem móðir hans stjórnar. Í lok sumars var kallað eftir lækni til að vitja sjúklings úti í bæ sem stríddi við geðbresti. Ungi maðurinn var ekkert að tvínóna, hann skellti sér í læknaslopp, hringdi á sjúkrabíl og sagðist þurfa að fara í húsvitjun. Þegar þangað var komið voru þar fyrir tveir lögreglumenn, sem þótti eitt og annað undarlegt við þennan lækni, en sögðu hann þó hafa sinnt sjúklingnum af miklu fumleysi, snarað sér í hlusta hann með hlustunarpípunum sem hann var með sér, og veita trúverðug ráð. Á meðan á þessari húsvitjun stóð kom símtal þar sem sjúkrabíllinn og læknirinn voru beðnir um að fara í aðra húsvitjun. Þeir skunduðu þangað og án þess að hika úrskurðaði „unglæknirinn“ að þennan sjúkling yrði umsvifalaust að leggja inn á sjúkrahús. Lögregluþjónar fylltust grunsemdum Lögreglumennirnir voru hins vegar fullir grunsemda, létu yfirvöld heilbrigðismála vita og drengurinn var handtekinn nokkrum dögum síðar. Hann bíður nú dóms, en fram hefur komið að hann hefur áður villt á sér heimildir, þóst vera lögreglumaður, skólastjóri og lögfræðingur svo eitthvað sé nefnt. Starfaði sem læknir í 3 ár Hinn falski læknirinn er 28 ára gömul kona frá Galisíu á norðvestur-Spáni. Hún hefur stundað læknisstörf með hléum frá 2019, og virðist vera haldin þráhyggju fyrir læknastarfinu þrátt fyrir að hafa aldrei lagt stund á nám í neinum heilbrigðisgreinum. Hún hefur gefið út fjölda lyfseðla til handa sjúklingum og starfað á tveimur hjúkrunarheimilum, einu í Madrid og öðru í La Coruña. Undir það síðasta starfaði hún á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í La Coruña. Réttarhöld yfir henni standa nú yfir, saksóknari krefst 4ra ára fangelsis yfir Andreu, og segir að hún hafi með hegðan sinni stofnað lífi fjölmargra sjúklinga í bráða hættu.
Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira