Segir malbikun sveitavega snúast um lífsgæði og endingu á bílum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2022 23:11 Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn. Sigurjón Ólason Átaks er þörf til að byggja upp sveitavegi landsins, að mati forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur athugandi að slaka á kröfum um umferðarhraða ef það mætti verða til þess að malbik kæmist á fleiri kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 voru Húnavatnssýslur heimsóttar en rennislétt slitlag er sú mynd sem flestir landsmenn hafa af þjóðveginum um héraðið. En þegar beygt er út á sveitavegina tekur við allt annar veruleiki; mjóir, holóttir malarvegir með varasömum blindhæðum og beygjum. Þegar við mynduðum vegagerð í Refasveit í haust milli Blönduóss og Skagastrandar fagnaði oddviti Húnaþings því að losna við gamla veginn. Frá vegagerð í Refasveit.Sigurjón Ólason „Það sem er auðvitað leiðinlegt við þetta er það að við eigum bara allt of mikið af svona verkefnum hér, sem þarf að fara í. Við erum bara allt of langt á eftir með okkar vegasamgöngur hér í þessum landshluta,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur þörf á átaki í endurnýjun sveitavega. „Klárlega. Tengivegir og svoleiðis. Ég meina, þetta eru vegir sem fólk keyrir um alla daga til þess að sækja sína vinnu og þjónustu. Við viljum meira.“ Frá sveitavegi í Húnaþingi vestra. Þessi er um Fitjárdal ofan Víðidals.Egill Aðalsteinsson Hann spyr hvort slaka megi á kröfum. „Malbika eða setja bundið slitlag á vegi í því formi sem þeir eru til þess að við séum ekki með þetta, bjóðum ekki skólabörnum hér í þessu kjördæmi upp á það sem er verið að gera, eins og á Vatnsnesvegi og hér inn til allra sveita og á Skagaveginum, fyrir Skaga. Og án ábyrgðar: Ef það er slakað á kröfum og hugsanlega tekinn niður umferðarhraði á fáfarnari sveitavegum, erum við þá að tala um vegagerð þar sem er hægt að komast sjö kílómetra í staðinn fyrir einn? Í fullbreiðum vegi?“ Þetta snúist bæði um öryggi og lífsgæði. „Lífsgæði og bara endingu á bílunum okkar,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalasýsla er annað hérað sem býr við hátt hlutfall malarvega, sem fjallað var um þessari frétt fyrir fimm árum: Í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið kallað eftir endurbótum sveitavega, eins og heyra mátti í þessari frétt fyrir sex árum: Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Húnavatnssýslur heimsóttar en rennislétt slitlag er sú mynd sem flestir landsmenn hafa af þjóðveginum um héraðið. En þegar beygt er út á sveitavegina tekur við allt annar veruleiki; mjóir, holóttir malarvegir með varasömum blindhæðum og beygjum. Þegar við mynduðum vegagerð í Refasveit í haust milli Blönduóss og Skagastrandar fagnaði oddviti Húnaþings því að losna við gamla veginn. Frá vegagerð í Refasveit.Sigurjón Ólason „Það sem er auðvitað leiðinlegt við þetta er það að við eigum bara allt of mikið af svona verkefnum hér, sem þarf að fara í. Við erum bara allt of langt á eftir með okkar vegasamgöngur hér í þessum landshluta,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur þörf á átaki í endurnýjun sveitavega. „Klárlega. Tengivegir og svoleiðis. Ég meina, þetta eru vegir sem fólk keyrir um alla daga til þess að sækja sína vinnu og þjónustu. Við viljum meira.“ Frá sveitavegi í Húnaþingi vestra. Þessi er um Fitjárdal ofan Víðidals.Egill Aðalsteinsson Hann spyr hvort slaka megi á kröfum. „Malbika eða setja bundið slitlag á vegi í því formi sem þeir eru til þess að við séum ekki með þetta, bjóðum ekki skólabörnum hér í þessu kjördæmi upp á það sem er verið að gera, eins og á Vatnsnesvegi og hér inn til allra sveita og á Skagaveginum, fyrir Skaga. Og án ábyrgðar: Ef það er slakað á kröfum og hugsanlega tekinn niður umferðarhraði á fáfarnari sveitavegum, erum við þá að tala um vegagerð þar sem er hægt að komast sjö kílómetra í staðinn fyrir einn? Í fullbreiðum vegi?“ Þetta snúist bæði um öryggi og lífsgæði. „Lífsgæði og bara endingu á bílunum okkar,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalasýsla er annað hérað sem býr við hátt hlutfall malarvega, sem fjallað var um þessari frétt fyrir fimm árum: Í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið kallað eftir endurbótum sveitavega, eins og heyra mátti í þessari frétt fyrir sex árum:
Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30
Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49