Segir malbikun sveitavega snúast um lífsgæði og endingu á bílum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2022 23:11 Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn. Sigurjón Ólason Átaks er þörf til að byggja upp sveitavegi landsins, að mati forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur athugandi að slaka á kröfum um umferðarhraða ef það mætti verða til þess að malbik kæmist á fleiri kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 voru Húnavatnssýslur heimsóttar en rennislétt slitlag er sú mynd sem flestir landsmenn hafa af þjóðveginum um héraðið. En þegar beygt er út á sveitavegina tekur við allt annar veruleiki; mjóir, holóttir malarvegir með varasömum blindhæðum og beygjum. Þegar við mynduðum vegagerð í Refasveit í haust milli Blönduóss og Skagastrandar fagnaði oddviti Húnaþings því að losna við gamla veginn. Frá vegagerð í Refasveit.Sigurjón Ólason „Það sem er auðvitað leiðinlegt við þetta er það að við eigum bara allt of mikið af svona verkefnum hér, sem þarf að fara í. Við erum bara allt of langt á eftir með okkar vegasamgöngur hér í þessum landshluta,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur þörf á átaki í endurnýjun sveitavega. „Klárlega. Tengivegir og svoleiðis. Ég meina, þetta eru vegir sem fólk keyrir um alla daga til þess að sækja sína vinnu og þjónustu. Við viljum meira.“ Frá sveitavegi í Húnaþingi vestra. Þessi er um Fitjárdal ofan Víðidals.Egill Aðalsteinsson Hann spyr hvort slaka megi á kröfum. „Malbika eða setja bundið slitlag á vegi í því formi sem þeir eru til þess að við séum ekki með þetta, bjóðum ekki skólabörnum hér í þessu kjördæmi upp á það sem er verið að gera, eins og á Vatnsnesvegi og hér inn til allra sveita og á Skagaveginum, fyrir Skaga. Og án ábyrgðar: Ef það er slakað á kröfum og hugsanlega tekinn niður umferðarhraði á fáfarnari sveitavegum, erum við þá að tala um vegagerð þar sem er hægt að komast sjö kílómetra í staðinn fyrir einn? Í fullbreiðum vegi?“ Þetta snúist bæði um öryggi og lífsgæði. „Lífsgæði og bara endingu á bílunum okkar,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalasýsla er annað hérað sem býr við hátt hlutfall malarvega, sem fjallað var um þessari frétt fyrir fimm árum: Í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið kallað eftir endurbótum sveitavega, eins og heyra mátti í þessari frétt fyrir sex árum: Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Húnavatnssýslur heimsóttar en rennislétt slitlag er sú mynd sem flestir landsmenn hafa af þjóðveginum um héraðið. En þegar beygt er út á sveitavegina tekur við allt annar veruleiki; mjóir, holóttir malarvegir með varasömum blindhæðum og beygjum. Þegar við mynduðum vegagerð í Refasveit í haust milli Blönduóss og Skagastrandar fagnaði oddviti Húnaþings því að losna við gamla veginn. Frá vegagerð í Refasveit.Sigurjón Ólason „Það sem er auðvitað leiðinlegt við þetta er það að við eigum bara allt of mikið af svona verkefnum hér, sem þarf að fara í. Við erum bara allt of langt á eftir með okkar vegasamgöngur hér í þessum landshluta,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur þörf á átaki í endurnýjun sveitavega. „Klárlega. Tengivegir og svoleiðis. Ég meina, þetta eru vegir sem fólk keyrir um alla daga til þess að sækja sína vinnu og þjónustu. Við viljum meira.“ Frá sveitavegi í Húnaþingi vestra. Þessi er um Fitjárdal ofan Víðidals.Egill Aðalsteinsson Hann spyr hvort slaka megi á kröfum. „Malbika eða setja bundið slitlag á vegi í því formi sem þeir eru til þess að við séum ekki með þetta, bjóðum ekki skólabörnum hér í þessu kjördæmi upp á það sem er verið að gera, eins og á Vatnsnesvegi og hér inn til allra sveita og á Skagaveginum, fyrir Skaga. Og án ábyrgðar: Ef það er slakað á kröfum og hugsanlega tekinn niður umferðarhraði á fáfarnari sveitavegum, erum við þá að tala um vegagerð þar sem er hægt að komast sjö kílómetra í staðinn fyrir einn? Í fullbreiðum vegi?“ Þetta snúist bæði um öryggi og lífsgæði. „Lífsgæði og bara endingu á bílunum okkar,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalasýsla er annað hérað sem býr við hátt hlutfall malarvega, sem fjallað var um þessari frétt fyrir fimm árum: Í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið kallað eftir endurbótum sveitavega, eins og heyra mátti í þessari frétt fyrir sex árum:
Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30
Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49