Þau voru dugleg að birta myndir og myndbönd af sér á Instagram í gær. Á föstudaginn fóru þau í vélsleðaferð á vegum Mountainers of Iceland og á fimmtudaginn skoðuðu þau íshella.
Í gær fóru þau í Bláa lónið og birtu bæði myndir af sér þaðan. Indiyah virðist vera orðin ansi hrifin af íslensku sælgæti og birti mynd af kassa af Hrauni. Við myndina skrifaði hún „þetta er bókstaflega svo gott“.

Eftir að hafa slakað á í Bláa lóninu fór parið á skemmtistaðinn Auto við Lækjargötu.
Stutt er síðan önnur Love Island-stjarna úr sömu þáttaröð, Jacques O'Neill, var hér á landi. Hann fór einnig í vélsleðaferð og naut sín vel á landinu.