Þvottavél og þurrkari til vandræða á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2022 13:34 Heimilistæki eru ekki alltaf til friðs. Vísir/Vilhelm Þónokkur mál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Ölvaður unglingur hafði í hótunum við aðra, umferðarslys á Akureyri og hávaðasöm þvottavél voru meðal hluta sem tilkynnt var um. Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að mesti erillinn hafi verið á aðfaranótt föstudags. Þá hafði ungmenni hótað öðrum ungmennum í miðbæ Akureyrar og barst lögreglu tilkynning um að hann hafi beitt aðra ofbeldi. Tilkynning um málið var send barnaverndaryfirvöldum. Þá var aðstoð veitt á gistiheimili á Akureyri vegna kvartana um hávaða og ónæði. Önnur hávaðakvörtun barst frá húsi í miðbæ Akureyrar og var það mál leyst á staðnum. Þriðja kvörtunin barst þó ekki vegna skemmtanahalds. Íbúar fjölbýlishúss á Akureyri kvörtuðu yfir þvottavél og þurrkara sem var í gangi. Lögregla fór á staðinn og lögðu við hlustir en heyrðu engan hávaða. Lögreglan telur líklegt að vélarnar hafi verið búnar að þurrka og þvo þegar komið var á staðinn. Slagsmál urðu á föstudagskvöld í heimahúsi, einnig á Akureyri. Lögreglan handtók tvo einstaklinga og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þriðji einstaklingurinn tengdur slagsmálunum var einnig færður á bráðamóttöku þar sem hann hlaut aðhlynningu. Í gær var karlmaður handtekinn grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu á Akureyri og er málið í rannsókn. Nokkrir voru til vandræða á aðfaranótt sunnudags en tveir eru grunaður um húsbrot. Þeir fóru inn á stigagang fjölbýlishúss og gengu berserksgang, brutu rúðu í íbúð og vöktu íbúa með hátterni sínu. Umferðarslys varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri þegar ökumaður fipaðist við akstur og ók niður girðingu sem skilur að akreinar á Þórunnarstræti. Tjón varð á bifreiðinni og girðingin féll niður en engin slys urðu á vegfarendum. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að mesti erillinn hafi verið á aðfaranótt föstudags. Þá hafði ungmenni hótað öðrum ungmennum í miðbæ Akureyrar og barst lögreglu tilkynning um að hann hafi beitt aðra ofbeldi. Tilkynning um málið var send barnaverndaryfirvöldum. Þá var aðstoð veitt á gistiheimili á Akureyri vegna kvartana um hávaða og ónæði. Önnur hávaðakvörtun barst frá húsi í miðbæ Akureyrar og var það mál leyst á staðnum. Þriðja kvörtunin barst þó ekki vegna skemmtanahalds. Íbúar fjölbýlishúss á Akureyri kvörtuðu yfir þvottavél og þurrkara sem var í gangi. Lögregla fór á staðinn og lögðu við hlustir en heyrðu engan hávaða. Lögreglan telur líklegt að vélarnar hafi verið búnar að þurrka og þvo þegar komið var á staðinn. Slagsmál urðu á föstudagskvöld í heimahúsi, einnig á Akureyri. Lögreglan handtók tvo einstaklinga og var annar þeirra færður undir læknishendur á Sjúkrahúsi Akureyrar. Þriðji einstaklingurinn tengdur slagsmálunum var einnig færður á bráðamóttöku þar sem hann hlaut aðhlynningu. Í gær var karlmaður handtekinn grunaður um heimilisofbeldi. Hann var færður í fangageymslu á Akureyri og er málið í rannsókn. Nokkrir voru til vandræða á aðfaranótt sunnudags en tveir eru grunaður um húsbrot. Þeir fóru inn á stigagang fjölbýlishúss og gengu berserksgang, brutu rúðu í íbúð og vöktu íbúa með hátterni sínu. Umferðarslys varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis á Akureyri þegar ökumaður fipaðist við akstur og ók niður girðingu sem skilur að akreinar á Þórunnarstræti. Tjón varð á bifreiðinni og girðingin féll niður en engin slys urðu á vegfarendum.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira