Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið! Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 13. nóvember 2022 15:00 Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Það var Vincent Felitti sem reið á vaðið árið 1997, þegar hann hálfpartinn rambaði á þá staðreynd að meirihluti fólks í meðferð vegna offitu hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Meirihluti! Þetta var enn greinilegra hjá þeim sem nýttist meðferðin illa eða hætti í meðferðinni. Á þeim 25 árum sem frá þessu er liðið hafa rannsóknirnar margfaldast og hræðileg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif ofbeldis orðið ljós. Það hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma að ofbeldi og áföll hafa mikil áhrif á andlega heilsu, og flest eru farin að tengja það ósjálfrátt saman, að áföll geti leitt af sér t.d. þunglyndi og kvíða. Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni um tengsl áfalla og fjölveikinda, og sýnir þar sláandi niðurstöður um efnahagslegar afleiðingar áfalla. Doktor Sigrún Sigurðardóttir hefur rannsakað efnið mikið og eru rannsóknir hennar merkilegar á heimsvísu, en þær sýna fram á að líkamlegar afleiðingar áfalla í æsku eru gríðarlegar, og svo virðist vera sem kynferðislegt ofbeldi í æsku tróni á toppnum með skelfilegustu afleiðingarnar. Verkir eru algengasta líkamlega afleiðing áfalla. Langvinnir verkir er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í heiminum, en ekki einungis er þessi hópur mun líklegri til að vera með langvinna verki, heldur nýtist þeim meðferð almennt verr, sama hvort um ræðir lyfjameðferð, skurðaðgerðir eða endurhæfingu. Þá er algengara að fólk með áfallasögu og verki búi við lélegri lífsgæði og meiri færniskerðingu en þau sem ekki eru með sögu um áföll. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu bólgu- og ónæmissjúkdómar sem eru illir viðureignar en virðast vera mun algengari hjá fólki með sögu um áföll og ofbeldi. Meltingarfærasjúkdómar, offita, hjarta -og lungnasjúkdómar, krabbamein og fleiri sjúkdóma má einnig finna á þessum lista yfir afleiðingar áfalla. Heilbrigðiskerfið okkar er við þanmörk. Við erum endalaust að fást við þessa sjúkdóma. Krabbamein og hjartasjúkdómar voru helstu dánarorsök Íslendinga í fyrra, en aðrir sjúkdómar s.s. gigtar-, ónæmis- og verkjasjúkdómar eru ekki síður alvarlegir: Þeir draga fólk ekki til dauða en bera ábyrgð á mestri nýgengni á örorku undanfarin ár og valda ómældri lífsgæðaskerðingu fyrir þau sem við þá fást, sem og gríðarlegum kostnaði á þjóðfélagið. Eins og áður var getið verða 40% íslenskra kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ekki liggja fyrir rannsóknir um algengi áfalla hjá körlum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni áfalla í æsku er svipuð á milli kynjanna, þó svo að eðli áfalla sé oft öðruvísi síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar áfalla hjá karlmönnum virðast líka vera með öðrum hætti en afleiðingar hjá konum, en karlmenn virðast oftar leiðast til ofbeldi- og glæpahegðunar og fíknivanda. Ég segi stundum í hálfkæringi að konur með áfallasögu séu á mínum gamla vinnustað Reykjalundi, en karlar með áfallasögu séu í fangelsi, þar sem afleiðingarnar hafa mismunandi birtingarmynd. Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi heilbrigðisráðherra var aðal áhersla á lýðheilsu og heilsulæsi. Ekki var þó minnst einu orði á ofbeldi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni einmitt að þessi hópur fólks nýtir heilbrigðisþjónustu ekki eins og yfirvöld vilja (sjá rétt þjónusta á réttum stað í heilbrigðisstefnu ráðherra, um að koma á rétt stig heilbrigðiskerfisins hverju sinni) og meðferðarheldni hópsins er verri en gengur og gerist, sem oft er talað um sem afleiðingu lélegs heilsulæsis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk sem upplifir áföll eignist börn sem upplifa áföll. Kynslóðasmit áfalla er vel þekkt, en svo virðist sem genatjáning og utangena erfðaefni fólks sem upplifir áföll breytist, og þessir erfðaþættir smitast á næstu kynslóð, sem er mun líklegra til að upplifa afleiðingar áfalla. Þá er ógetið um þau áföll sem snerta kynslóðir, sem t.d. frumbyggjar um allan heim hafa þurft að þola. Við verðum að rjúfa keðjuna. Við verðum að veita fólki þann stuðning og aðstoð sem það þarf til að vinna úr sinni sögu og geta farið að dafna. Við verðum að búa til heilsteypta einstaklinga, svo þau geti sjálf búið til heilsteypta einstaklinga. Við verðum að grípa börn sem búa við ofbeldi. Við verðum að styðja þau! Við verðum að aðstoða foreldra sem beita ofbeldi. Það er svo mikið í húfi að við höfum engan vegin efni á því að gera ekkert. Á heilbrigðisþingi endaði heilbrigðisráðherra á orðunum „engar skyndilausnir takk!“ og vitnaði þar í erindi Margrétar Lilju Guðmundsdóttur. Kæru heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðherrar. Við verðum að ráðast að rót vandans. Við verðum að fjárfesta í að uppræta ofbeldi. Heilbrigðis- og félagskerfin okkar munu þakka okkur fyrir það. Höfundur er sjúkraþjálfari og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Það var Vincent Felitti sem reið á vaðið árið 1997, þegar hann hálfpartinn rambaði á þá staðreynd að meirihluti fólks í meðferð vegna offitu hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Meirihluti! Þetta var enn greinilegra hjá þeim sem nýttist meðferðin illa eða hætti í meðferðinni. Á þeim 25 árum sem frá þessu er liðið hafa rannsóknirnar margfaldast og hræðileg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif ofbeldis orðið ljós. Það hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma að ofbeldi og áföll hafa mikil áhrif á andlega heilsu, og flest eru farin að tengja það ósjálfrátt saman, að áföll geti leitt af sér t.d. þunglyndi og kvíða. Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni um tengsl áfalla og fjölveikinda, og sýnir þar sláandi niðurstöður um efnahagslegar afleiðingar áfalla. Doktor Sigrún Sigurðardóttir hefur rannsakað efnið mikið og eru rannsóknir hennar merkilegar á heimsvísu, en þær sýna fram á að líkamlegar afleiðingar áfalla í æsku eru gríðarlegar, og svo virðist vera sem kynferðislegt ofbeldi í æsku tróni á toppnum með skelfilegustu afleiðingarnar. Verkir eru algengasta líkamlega afleiðing áfalla. Langvinnir verkir er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í heiminum, en ekki einungis er þessi hópur mun líklegri til að vera með langvinna verki, heldur nýtist þeim meðferð almennt verr, sama hvort um ræðir lyfjameðferð, skurðaðgerðir eða endurhæfingu. Þá er algengara að fólk með áfallasögu og verki búi við lélegri lífsgæði og meiri færniskerðingu en þau sem ekki eru með sögu um áföll. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu bólgu- og ónæmissjúkdómar sem eru illir viðureignar en virðast vera mun algengari hjá fólki með sögu um áföll og ofbeldi. Meltingarfærasjúkdómar, offita, hjarta -og lungnasjúkdómar, krabbamein og fleiri sjúkdóma má einnig finna á þessum lista yfir afleiðingar áfalla. Heilbrigðiskerfið okkar er við þanmörk. Við erum endalaust að fást við þessa sjúkdóma. Krabbamein og hjartasjúkdómar voru helstu dánarorsök Íslendinga í fyrra, en aðrir sjúkdómar s.s. gigtar-, ónæmis- og verkjasjúkdómar eru ekki síður alvarlegir: Þeir draga fólk ekki til dauða en bera ábyrgð á mestri nýgengni á örorku undanfarin ár og valda ómældri lífsgæðaskerðingu fyrir þau sem við þá fást, sem og gríðarlegum kostnaði á þjóðfélagið. Eins og áður var getið verða 40% íslenskra kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ekki liggja fyrir rannsóknir um algengi áfalla hjá körlum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni áfalla í æsku er svipuð á milli kynjanna, þó svo að eðli áfalla sé oft öðruvísi síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar áfalla hjá karlmönnum virðast líka vera með öðrum hætti en afleiðingar hjá konum, en karlmenn virðast oftar leiðast til ofbeldi- og glæpahegðunar og fíknivanda. Ég segi stundum í hálfkæringi að konur með áfallasögu séu á mínum gamla vinnustað Reykjalundi, en karlar með áfallasögu séu í fangelsi, þar sem afleiðingarnar hafa mismunandi birtingarmynd. Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi heilbrigðisráðherra var aðal áhersla á lýðheilsu og heilsulæsi. Ekki var þó minnst einu orði á ofbeldi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni einmitt að þessi hópur fólks nýtir heilbrigðisþjónustu ekki eins og yfirvöld vilja (sjá rétt þjónusta á réttum stað í heilbrigðisstefnu ráðherra, um að koma á rétt stig heilbrigðiskerfisins hverju sinni) og meðferðarheldni hópsins er verri en gengur og gerist, sem oft er talað um sem afleiðingu lélegs heilsulæsis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk sem upplifir áföll eignist börn sem upplifa áföll. Kynslóðasmit áfalla er vel þekkt, en svo virðist sem genatjáning og utangena erfðaefni fólks sem upplifir áföll breytist, og þessir erfðaþættir smitast á næstu kynslóð, sem er mun líklegra til að upplifa afleiðingar áfalla. Þá er ógetið um þau áföll sem snerta kynslóðir, sem t.d. frumbyggjar um allan heim hafa þurft að þola. Við verðum að rjúfa keðjuna. Við verðum að veita fólki þann stuðning og aðstoð sem það þarf til að vinna úr sinni sögu og geta farið að dafna. Við verðum að búa til heilsteypta einstaklinga, svo þau geti sjálf búið til heilsteypta einstaklinga. Við verðum að grípa börn sem búa við ofbeldi. Við verðum að styðja þau! Við verðum að aðstoða foreldra sem beita ofbeldi. Það er svo mikið í húfi að við höfum engan vegin efni á því að gera ekkert. Á heilbrigðisþingi endaði heilbrigðisráðherra á orðunum „engar skyndilausnir takk!“ og vitnaði þar í erindi Margrétar Lilju Guðmundsdóttur. Kæru heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðherrar. Við verðum að ráðast að rót vandans. Við verðum að fjárfesta í að uppræta ofbeldi. Heilbrigðis- og félagskerfin okkar munu þakka okkur fyrir það. Höfundur er sjúkraþjálfari og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun