„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2022 19:16 Brynja María Ólafsdóttir er hjá regluvörslu Landsbankans. aðsend/vísir Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“ Netglæpir Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Senn líður að jólum með tilheyrandi afsláttardögum á borð við Singles day, Black friday og Cyber monday. Þessum dögum fagna ekki einungis neytendur heldur líka svikahrappar sem sjá sér leik á borði. Skilaboðin orðin trúverðugri Svikararnir þykjast vera t.d. Pósturinn eða DHL og biðja fólk um að greiða fyrir heimsendinguna með því að ýta á hlekk og slá inn kortaupplýsingar. Algengt og þekkt vandamál en skilaboðin verða með árunum sífellt trúverðugri. „Íslenskan er orðin betri og þetta eru mjög trúverðug skilaboð. Það eiga allir von á pakka eftir þessa afsláttardaga þar sem við erum að panta vörur á netinu og annað,“ segir Brynja María Ólafsdóttir,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, hjá regluvörslu Landsbankans. Hún segir að í engum tilvikum biðji flutningsfyrirtæki um kortaupplýsingar. Hægt sé að finna upplýsingar um raunverulega innheimtuleið fyrirtækjanna á heimasíðum þeirra. Brynja varar fólk við því að senda SMS-kóða áfram.grafík/vísir Nú ríður yfir bylgja þar sem svikarar hafa samband við fólk í gegnum messenger á Facebook. Hér sjáum við eitt slíkt dæmi þar sem svikari hakkaði sig inn á Facebook aðgang Íslendings og sendir þessi skilaboð á vini hans. Hann spyr um símanúmer viðkomandi vinar, sem verður að teljast eðlileg spurning - en biður svo viðkomandi um að senda sér SMS kóða vegna gjafaleiks. „Og þessi kóði getur verið t.d. innskráningarkóði út af rafrænum skilríkjum í netbankann. Ef fólk sendir hann þá er svikarinn kominn inn í netbankann.“ Innskráningarupplýsingar fari aldrei á þriðja aðila Því skuli aldei áframsenda slíka kóða. Oft biður svikarinn í framhaldinu um kortaupplýsingar. „Það sem er lykilatriði í þessum skilaboðum og öllum svikum er að þú sendir aldrei kortaupplýsingarnar þínar á þriðja aðila. Við erum aldrei að veita neinar upplýsingar um kortin okkar, innskráningarupplýsingar, á þriðja aðila.“ Brynja bendir fólki á að breyta lykilorði að netbankanum hafi það sent frá sér staðfestingarkóða. Dæmi séu um að fólk hafi tapað allt frá tugum þúsunda í þessum málum. „Og fleiri tugi milljóna í þessum alvarlegustu málum sem ég hef séð. Bara í þessum messenger svikum höfum við séð allt frá rétt undir milljón og upp í fleiri milljónir, kannski þrjár, fjórar, fimm milljónir sem ég hef séð í svona svikum.“ Erfitt sé að endurheimta fjármunina og nær ómögulegt hafi fólk samþykkt tvöfalda auðkenningu hjá VISA. „Þá er eiginlega nánast ómögulegt að fá það til baka, það eru reglur hjá VISA sem við getum ekki hjálpað fólki með.“
Netglæpir Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira