Fótbolti

Brynjólfur Darri skoraði í lokaumferðinni og Alfons og félagar tryggðu annað sætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brynjólfur Darri Willumsson skoraði mark Kristiansund í dag.
Brynjólfur Darri Willumsson skoraði mark Kristiansund í dag. PETER ZADOR/GETTY IMAGES

Það var nóg um að vera þegar lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Brynjólfur Darri Willumsson skoraði eina mark Kristiansund er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Jerv og Alfons Sampsted lék allan leikinn er Bodö/Glimt tryggði sér annað sæti deildarinnar með 2-4 sigri gegn Stromsgodset.

Þrátt fyrir stigið sem Brynjólfur og félagar nældu sér í gegn Jerv er liðið fallið úr úrvalsdeildinni, ásamt Jerv. Kristiansund átti enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspili um öruggt sæti fyrir leikinn, en jafnteflið þýðir að liðið er fallið um deild.

Þá lék Alfons Sampsted allan leikinn í góðum 2-4 útisigri gegn Stromsgodset og sigurinn þýðir að liðið hafnar í öðru sæti deildarinnar með 60 stig, 18 stigum minna en meistararnir í Molde.

Kristall Máni Ingason kom inn á sem varamaður og lagði upp annað mark Rosenborg sem tapaði 2-3 gegn Sarpsborg 08, Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Lilleström í 3-1 sigri gegn Ham-Kam og Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í 1-2 tapi Vålerenga gegn Molde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×