Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 07:31 Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney náðu vel saman í liði Manchester United og unnu til að mynda Meistaradeild Evrópu árið 2008. Getty/liewig christian Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. Í viðtalinu segir Ronaldo að Manhester United hafi svikið sig og að háttsettir aðilar hafi reynt að bola honum í burtu. Þá sagðist hann enga ástæðu sjá til þess að bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag þar sem að Ten Hag sýndi honum enga virðingu, og að umgjörðin hjá United hefði ekkert breyst eða þróast árum saman. Ronaldo nýtti einnig tækifærið til að hnýta í Wayne Rooney en Rooney sagði á dögunum að hegðun Ronaldos á leiktíðinni væri á köflum búin að vera óforsvaranleg. Ronaldo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði og yfirgaf völlinn áður en flautað hafði verið til leiksloka. „Cristiano þarf bara að setja hausinn niður og vinna vinnuna, og vera tilbúinn að spila þegar stjórinn þarf á því að halda. Ef hann gerir það verður hann mikilvægur. Ef hann gerir það ekki þá veldur hann óvelkominni truflun,“ sagði Rooney. Cristiano Ronaldo has even hit out at former teammate Wayne Rooney pic.twitter.com/FVWSjaSCWL— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2022 Við þessu brást Ronaldo í viðtalinu við Morgan með því að segja: „Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona illa. Sennilega því hans ferli er lokið og ég er enn að spila á háu stigi,“ greinilega sannfærður um að gagnrýni Rooney væri vegna afbrýðisemi, og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að ég líti betur út en hann. Sem er satt…“ Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Í viðtalinu segir Ronaldo að Manhester United hafi svikið sig og að háttsettir aðilar hafi reynt að bola honum í burtu. Þá sagðist hann enga ástæðu sjá til þess að bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag þar sem að Ten Hag sýndi honum enga virðingu, og að umgjörðin hjá United hefði ekkert breyst eða þróast árum saman. Ronaldo nýtti einnig tækifærið til að hnýta í Wayne Rooney en Rooney sagði á dögunum að hegðun Ronaldos á leiktíðinni væri á köflum búin að vera óforsvaranleg. Ronaldo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði og yfirgaf völlinn áður en flautað hafði verið til leiksloka. „Cristiano þarf bara að setja hausinn niður og vinna vinnuna, og vera tilbúinn að spila þegar stjórinn þarf á því að halda. Ef hann gerir það verður hann mikilvægur. Ef hann gerir það ekki þá veldur hann óvelkominni truflun,“ sagði Rooney. Cristiano Ronaldo has even hit out at former teammate Wayne Rooney pic.twitter.com/FVWSjaSCWL— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2022 Við þessu brást Ronaldo í viðtalinu við Morgan með því að segja: „Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona illa. Sennilega því hans ferli er lokið og ég er enn að spila á háu stigi,“ greinilega sannfærður um að gagnrýni Rooney væri vegna afbrýðisemi, og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að ég líti betur út en hann. Sem er satt…“
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira