Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2022 11:15 X-37B var 908 daga á braut um jörðu en geimfarinu var skotið á loft um vorið 2020. Þetta var sjötta geimferð þess frá 2010. AP/Boeing og Geimher Bandaríkjanna Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. Geimfarið líkist mjög gömlu geimskutlunum en er mikið minna og var því fyrst skotið á loft árið 2010. Það gengur að mestu fyrir sólarorku þegar það er út í geimi en geimfarið bar að þessu sinni margvíslegan vísindabúnað. Geimfarinu var lent við Kennedy-geimmiðstöð NASA í Flórída á laugardaginn. Meðal annars sem geimfarið var notað til rannsaka var hvaða áhrif langvarandi geislun í geimnum hefur á fræ og margvísleg efni með því markmiði að undirbúa langar geimferðir í framtíðinni og varanlega búsetu manna í geimnum. X-37B bar einnig margvíslegar rannsóknir fyrir vísindamenn sjóhers og flughers Bandaríkjanna. Ein af þessum rannsóknum sjóhersins sneri að notkun sólarorku og hvernig beisla megi hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Geimfarið bar einnig gervihnött fyrir flugher Bandaríkjanna en hann kallast FalconSat-8 og er enn á braut um jörðu. Í yfirlýsingu sem birt var um helgina segir einn af forsvarsmönnum Boeing, sem komu að smíði geimfarsins, að X-37B hafi verið notað til að prófa nýja tækni í geimnum á máta sem hafi ekki verið í boði áður. Heilt yfir hefur geimfarið verið 3.774 daga í geimnum og flogið rúmlega tvo milljarða kílómetra. Hér að neðan má sjá myndband um X-37B sem Boeing birti fyrir fimm árum. Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Geimfarið líkist mjög gömlu geimskutlunum en er mikið minna og var því fyrst skotið á loft árið 2010. Það gengur að mestu fyrir sólarorku þegar það er út í geimi en geimfarið bar að þessu sinni margvíslegan vísindabúnað. Geimfarinu var lent við Kennedy-geimmiðstöð NASA í Flórída á laugardaginn. Meðal annars sem geimfarið var notað til rannsaka var hvaða áhrif langvarandi geislun í geimnum hefur á fræ og margvísleg efni með því markmiði að undirbúa langar geimferðir í framtíðinni og varanlega búsetu manna í geimnum. X-37B bar einnig margvíslegar rannsóknir fyrir vísindamenn sjóhers og flughers Bandaríkjanna. Ein af þessum rannsóknum sjóhersins sneri að notkun sólarorku og hvernig beisla megi hana í geimnum og senda til jarðarinnar. Tæknilega séð gæti slík tækni boðið upp á stöðuga sólarorku sem væri að engu leyti háð snúningi jarðarinnar um sólina. Geimfarið bar einnig gervihnött fyrir flugher Bandaríkjanna en hann kallast FalconSat-8 og er enn á braut um jörðu. Í yfirlýsingu sem birt var um helgina segir einn af forsvarsmönnum Boeing, sem komu að smíði geimfarsins, að X-37B hafi verið notað til að prófa nýja tækni í geimnum á máta sem hafi ekki verið í boði áður. Heilt yfir hefur geimfarið verið 3.774 daga í geimnum og flogið rúmlega tvo milljarða kílómetra. Hér að neðan má sjá myndband um X-37B sem Boeing birti fyrir fimm árum.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira