„Það var búið að ákveða að ég yrði hérna einn“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 22:04 Sigríði Dögg og Bjarna greindi á um fyrirliggjandi samkomulag í Kastljósi. Samsett/Vísir/Vilhelm Nokkra athygli vakti í Kastljósi kvöldsins þegar þáttastjórnandinn sagði Bjarna Benediktsson hafa gert það að forsendu fyrir viðtalinu að hann yrði einn. Það þvertók Bjarni fyrir og sagði stjórnandann hafa ætlað að breyta fyrirkomulagi viðtalsins á síðustu stundu. Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira