„Það var búið að ákveða að ég yrði hérna einn“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 22:04 Sigríði Dögg og Bjarna greindi á um fyrirliggjandi samkomulag í Kastljósi. Samsett/Vísir/Vilhelm Nokkra athygli vakti í Kastljósi kvöldsins þegar þáttastjórnandinn sagði Bjarna Benediktsson hafa gert það að forsendu fyrir viðtalinu að hann yrði einn. Það þvertók Bjarni fyrir og sagði stjórnandann hafa ætlað að breyta fyrirkomulagi viðtalsins á síðustu stundu. Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira