„Það var búið að ákveða að ég yrði hérna einn“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 22:04 Sigríði Dögg og Bjarna greindi á um fyrirliggjandi samkomulag í Kastljósi. Samsett/Vísir/Vilhelm Nokkra athygli vakti í Kastljósi kvöldsins þegar þáttastjórnandinn sagði Bjarna Benediktsson hafa gert það að forsendu fyrir viðtalinu að hann yrði einn. Það þvertók Bjarni fyrir og sagði stjórnandann hafa ætlað að breyta fyrirkomulagi viðtalsins á síðustu stundu. Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira