Segir að eigendunum sé sama um félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2022 22:35 Annar hluti viðtals Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar sagði Ronaldo allavega einn hlut sem flest allt stuðningsfólk Man United hefur vitað í fleiri ár. AP Photo/Jon Super Annar hluti af drottningarviðtali Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar segir Ronaldo að Glazer-fjölskyldunni, eigendum Manchester United, sé sama um félagið. Þá gagnrýnir hann Gary Neville og aðra fyrrum leikmenn Manchester United. Fyrri hluti viðtalsins birtist í gærkvöld en þá sagði Ronaldo að hann væri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, þjálfara Man United þar sem það væri ljóst að þjálfarinn bæri enga virðingu fyrir honum. Sami þjálfari og lét Ronaldo bera fyrirliðabandið eftir að hann neitaði að koma inn á gegn Tottenham Hotspur og strunsaði inn í klefa skömmu fyrir leikslok þegar lið hans var að vinna 2-0 sigur. Í kvöld fékk Glazer-fjölskyldan að finna fyrir því. Flest stuðningsfólk Man United hefur lengi vel viljað fjölskylduna á bak og burt þar sem hún hefur skuldsett félagið og hefur aðeins sogið fjármagn úr félaginu ólíkt öðrum eigendum stórliða á Englandi eða víðar um Evrópu. Ronaldo ákvað nú að láta eigendurna, sem samþykktu að borga honum ríflega hálfa milljón punda á viku, heyra það. „Þeim er alveg sama um félagið, þeim er sama um íþróttaina,“ sagði hinn 37 ára gamli Portúgali áður en hann ásakaði Glazer-fjölskylduna um að hugsa eingöngu um hversu vel sé hægt að markaðssetja félagið frekar en að ná árangri inn á vellinum. "The Glazers, they don't care about the club."Cristiano Ronaldo has sensationally blasted Manchester United's American owners.@cristiano | @piersmorgan | @TalkTV | #90MinutesWithRonaldo pic.twitter.com/nNTyHgqvPy— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022 Ronaldo áskaði Gary Neville, fyrrum samherja sinn og núverandi sparkspeking, um að gagnrýna sig til að fá athygli. „Það er auðvelt að gagnrýna, ég veit ekki hvort þú verðir að gagnrýna í sjónvarpi til að verða frægari. Ég held þeir nýti sér nafn mitt til að fá meiri athygli. Þeir eru ekki heimskir. Ég er með flesta fylgjendur [e. Followers] í heiminum, það er ekki tilviljun að þeir noti nafn mitt.“ „Fólk getur haft þeirra eigin skoðanir en það veit ekki hvað gengur á, hvorki inn á Carrington [æfingasvæði Man United] eða í einkalífi mínu.“ NEW: Cristiano Ronaldo reveals why be blanked Gary Neville on the pitch and what he really thinks of Wayne Rooney.@cristiano | @GNev2 | @WayneRooney | @piersmorgan | @TalkTV pic.twitter.com/9PtiHWb2ey— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022 „Þeir eru ekki vinir mínir,“ sagði Ronaldi jafnframt um fyrrum liðsfélaga sem hafa gagnrýnt hann áður en hann hrósaði Rio Ferdinand og Roy Keane. „Þeir eru góðir náungar. Ekki aðeins af því þeir tala vel um mig heldur voru þeir leikmenn. Þeir vita hvernig leikmenn hugsa og haga sér.“ Fótbolti Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Fyrri hluti viðtalsins birtist í gærkvöld en þá sagði Ronaldo að hann væri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, þjálfara Man United þar sem það væri ljóst að þjálfarinn bæri enga virðingu fyrir honum. Sami þjálfari og lét Ronaldo bera fyrirliðabandið eftir að hann neitaði að koma inn á gegn Tottenham Hotspur og strunsaði inn í klefa skömmu fyrir leikslok þegar lið hans var að vinna 2-0 sigur. Í kvöld fékk Glazer-fjölskyldan að finna fyrir því. Flest stuðningsfólk Man United hefur lengi vel viljað fjölskylduna á bak og burt þar sem hún hefur skuldsett félagið og hefur aðeins sogið fjármagn úr félaginu ólíkt öðrum eigendum stórliða á Englandi eða víðar um Evrópu. Ronaldo ákvað nú að láta eigendurna, sem samþykktu að borga honum ríflega hálfa milljón punda á viku, heyra það. „Þeim er alveg sama um félagið, þeim er sama um íþróttaina,“ sagði hinn 37 ára gamli Portúgali áður en hann ásakaði Glazer-fjölskylduna um að hugsa eingöngu um hversu vel sé hægt að markaðssetja félagið frekar en að ná árangri inn á vellinum. "The Glazers, they don't care about the club."Cristiano Ronaldo has sensationally blasted Manchester United's American owners.@cristiano | @piersmorgan | @TalkTV | #90MinutesWithRonaldo pic.twitter.com/nNTyHgqvPy— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022 Ronaldo áskaði Gary Neville, fyrrum samherja sinn og núverandi sparkspeking, um að gagnrýna sig til að fá athygli. „Það er auðvelt að gagnrýna, ég veit ekki hvort þú verðir að gagnrýna í sjónvarpi til að verða frægari. Ég held þeir nýti sér nafn mitt til að fá meiri athygli. Þeir eru ekki heimskir. Ég er með flesta fylgjendur [e. Followers] í heiminum, það er ekki tilviljun að þeir noti nafn mitt.“ „Fólk getur haft þeirra eigin skoðanir en það veit ekki hvað gengur á, hvorki inn á Carrington [æfingasvæði Man United] eða í einkalífi mínu.“ NEW: Cristiano Ronaldo reveals why be blanked Gary Neville on the pitch and what he really thinks of Wayne Rooney.@cristiano | @GNev2 | @WayneRooney | @piersmorgan | @TalkTV pic.twitter.com/9PtiHWb2ey— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022 „Þeir eru ekki vinir mínir,“ sagði Ronaldi jafnframt um fyrrum liðsfélaga sem hafa gagnrýnt hann áður en hann hrósaði Rio Ferdinand og Roy Keane. „Þeir eru góðir náungar. Ekki aðeins af því þeir tala vel um mig heldur voru þeir leikmenn. Þeir vita hvernig leikmenn hugsa og haga sér.“
Fótbolti Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01 Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31 Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Segir að allir muni styðja Ten Hag nema Ferdinand, Keane og Evra Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að Cristiano Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með viðtali sínu við Piers Morgan. Hann segir að nær allir stuðningsmenn United myndi styðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, frekar en Ronaldo. 14. nóvember 2022 14:01
Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. 14. nóvember 2022 11:31
Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30
Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. 14. nóvember 2022 07:31
Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05