Bezos segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:51 Jeff Bezos og Lauren Sánchez vinna saman að mannúðarmálum. Vísir/EPA Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna á lífsleiðinni. Ríkidæmi Bezos eru metin á um 124 milljarða dollara, jafnvirði meira en 18.000 milljarða íslenskra króna, þessa stundina. Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni. Amazon Bandaríkin Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira