„Eitt stórt klúður frá upphafi til enda“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 22:14 Kristrún Frostadóttir Vísir/Vilhelm „Tilfinning þjóðarinnar reyndist rétt, það er staðfest í þessari skýrslu,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Kristrún flutti ræðu í sérstakri umræðu á Alþingi fyrr í kvöld þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra var til andsvara. Í ræðu sinni sagði Kristrún Bjarna „slá sig til riddara ef vel gengur með sölu á banka en hafna alfarið ábyrgð nú þegar ljóst er að þessi bankasala er eitt stórt klúður frá upphafi til enda.“ Þá tók hún fram að meira lægi undir málinu heldur en ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. „Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá bankakrísunni. Traust til fjármálakerfisins er enn lágt. Það voru samþykkt sérlög um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum – sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er upp komin – til að auka traust. Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn. Að fólk tæki verkefninu alvarlega.“ Óljóst hvernig valið var úr tilboðum Þá benti Kristrún á að 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna, samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. „Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð, forystu. Ætlar enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Á öðrum stað í ræðunni nefndi Kristrún að eftir útboðið á Íslandsbanka fyrr á árinu hafi „hrollur farið um fólk“ þegar sögur fóru að berast sem síðar voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt að á afsláttarkjörum. „Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi, heldur þriðjungur. Og einkafjárfestar með minni tilboð var hátt í þriðjungur af þeim sem var hleypt að afslættinum. Afsláttur sem nota bene er ekki meitlaður í stein í svona ferli – heldur svigrúm til að veita ef þörf er á.“ Þá sagði Kristrún að þjóðin hafi setið eftir með þá tilfinningu síðasta vor að óljóst hafi verið í hverja var hringt til að hleypa að þessum afsláttarkjörum, óljóst var hvernig valið var úr tilboðum og hvernig þau voru skert , til að mæta umframeftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Kristrún endaði á því að spyrja hver tilfinning þjóðarinnar hafi verið í vor. „Hún var: ekki opið ferli, ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi. Hver er niðurstaða Ríkisendurskoðanda: Ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi.“ Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Kristrún Bjarna „slá sig til riddara ef vel gengur með sölu á banka en hafna alfarið ábyrgð nú þegar ljóst er að þessi bankasala er eitt stórt klúður frá upphafi til enda.“ Þá tók hún fram að meira lægi undir málinu heldur en ráðherrastólar eða laskað traust til einstakra einstaklinga. „Traust til stjórnmálanna hefur varla jafnað sig á þeim fjórtán árum sem liðin eru frá bankakrísunni. Traust til fjármálakerfisins er enn lágt. Það voru samþykkt sérlög um sölu ríkisins á eignarhlut í fjármálafyrirtækjum – sérstaklega til að fyrirbyggja þá stöðu sem nú er upp komin – til að auka traust. Til að skapa þá tilfinningu meðal almennings að tími fúsks, vanhæfni og klíkuskapar væri liðinn. Að fólk tæki verkefninu alvarlega.“ Óljóst hvernig valið var úr tilboðum Þá benti Kristrún á að 83% þjóðarinnar voru óánægð með bankasöluna, samkvæmt skoðanakönnun Prósents síðasta vor. „Þetta mál snýst um hæfni, ábyrgð, forystu. Ætlar enginn hér inni að taka ábyrgð á þessu klúðri?“ Á öðrum stað í ræðunni nefndi Kristrún að eftir útboðið á Íslandsbanka fyrr á árinu hafi „hrollur farið um fólk“ þegar sögur fóru að berast sem síðar voru staðfestar, um að fjölda smárra fjárfesta hefði verið hleypt að á afsláttarkjörum. „Hlutur lífeyrissjóðanna var ekki yfirgnæfandi, heldur þriðjungur. Og einkafjárfestar með minni tilboð var hátt í þriðjungur af þeim sem var hleypt að afslættinum. Afsláttur sem nota bene er ekki meitlaður í stein í svona ferli – heldur svigrúm til að veita ef þörf er á.“ Þá sagði Kristrún að þjóðin hafi setið eftir með þá tilfinningu síðasta vor að óljóst hafi verið í hverja var hringt til að hleypa að þessum afsláttarkjörum, óljóst var hvernig valið var úr tilboðum og hvernig þau voru skert , til að mæta umframeftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Kristrún endaði á því að spyrja hver tilfinning þjóðarinnar hafi verið í vor. „Hún var: ekki opið ferli, ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi. Hver er niðurstaða Ríkisendurskoðanda: Ekki hæsta verð, ekki jafnræði, ekki gagnsæi.“
Alþingi Stjórnsýsla Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. 15. nóvember 2022 17:26
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26
„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. 15. nóvember 2022 18:42