Fjöldatakmarkanir á ívilnunum vegna vistvænna bifreiða felldar niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 07:03 Afnámi „kvótans“ er meðal annars ætlað að tryggja fyrirsjáanleika. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp þar sem meðal annars er kveðið á um að fjöldatakmörk virðisaukaskattsívilnunar vegna innflutnings og sölu rafmagns- og vetnisbifreiða verði felld niður. Ívilnunin gildir út árið 2023 en ljóst er að 20.000 bifreiða fjöldamörkunum verður náð um mitt næsta ár. „Í stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum frá júlí sl. segir að forgangsraða þurfi áherslum og fjármagni í þær aðgerðir sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og færa Ísland markvisst í átt að settum markmiðum. Samkvæmt skýrslunni liggja mest tækifæri í orkuskiptum í samgöngum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir einnig að stjórnvöld séu með það í skoðun hvernig stuðningi þeirra vegna orkuskipta í samgöngumálum verði háttað en sérstök athygli vakin á því að þróunin hjá bílaleigum og í þungaflutningum hafi verið nokkuð hægari en í rafvæðingu fólksbifreiða í eigu einstaklinga. „Það er mikil eftirspurn eftir kaupum á rafbíl en bið eftir slíkum bíl er töluvert löng af sumum tegundum og hefur ástandið í heiminum bæði aukið bið og hækkað verð tímabundið. Þannig að þetta auðvitað aðstoðar við það að fólk geti tekið þessa ákvörðun í meiri ró. Við sáum fram á að kvótinn myndi klárast í júní á næsta ári,“ hefur Morgunblaðið eftir Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hún segir mikilvægt að tryggja innflytjendum svigrúm og fyrirsjáanleika þar sem pantanir þurfi að liggja fyrir með margra mánaða fyrirvara. Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ívilnunin gildir út árið 2023 en ljóst er að 20.000 bifreiða fjöldamörkunum verður náð um mitt næsta ár. „Í stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum frá júlí sl. segir að forgangsraða þurfi áherslum og fjármagni í þær aðgerðir sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og færa Ísland markvisst í átt að settum markmiðum. Samkvæmt skýrslunni liggja mest tækifæri í orkuskiptum í samgöngum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir einnig að stjórnvöld séu með það í skoðun hvernig stuðningi þeirra vegna orkuskipta í samgöngumálum verði háttað en sérstök athygli vakin á því að þróunin hjá bílaleigum og í þungaflutningum hafi verið nokkuð hægari en í rafvæðingu fólksbifreiða í eigu einstaklinga. „Það er mikil eftirspurn eftir kaupum á rafbíl en bið eftir slíkum bíl er töluvert löng af sumum tegundum og hefur ástandið í heiminum bæði aukið bið og hækkað verð tímabundið. Þannig að þetta auðvitað aðstoðar við það að fólk geti tekið þessa ákvörðun í meiri ró. Við sáum fram á að kvótinn myndi klárast í júní á næsta ári,“ hefur Morgunblaðið eftir Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hún segir mikilvægt að tryggja innflytjendum svigrúm og fyrirsjáanleika þar sem pantanir þurfi að liggja fyrir með margra mánaða fyrirvara.
Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira