„Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 12:00 Ragnar Hermannsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, ræðir við sínar stelpur í leikhléi. Vísir/Diego Seinni bylgjan tók sérstaklega fyrir þjálfara Haukakvenna í síðasta þætti sínum en það leit út fyrir að reynsluboltinn Ragnar Hermannsson hefði verið allt of seinn að bregðast við þegar Haukar misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik. Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Haukakonur hafa verið inn í flestum leikjum í Olís deild kvenna í vetur og oft tapað naumlega en að þessu sinni létu þær Stjörnuvagninn keyra yfir sig eftir hálfleik. Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks, komst fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, og vann síðan fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins, 10-2. Ragnar tók ekki leikhlé fyrr en þegar tíu mínútur voru eftir og Haukaliðið tíu mörkum undir, 30-20. Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar vildi frá að vita hvort þjálfarinn Einar Jónsson hefði ekki alltaf tekið leikhléið miklu fyrr. „Ég myndi halda það að það hefði kannski verið rétt. Voru þetta ekki nánast tíu mörk í röð. Þær eru bara í basli og þeim vantaði einhverja hjálp,“ sagði Einar Jónsson. Verður að stöðva blæðinguna „Það eru tíu mínútur eftir af leiknum, þær tíu mörkum undir, og þá tekur hann allt í einu leikhlé,“ skaut Svava Kristín inn í. „Þetta er engin spurning. Þetta er bara hræðileg ákvörðun hjá honum. Þetta hefði átt að koma miklu miklu fyrr. Þú verður að stöðva blæðinguna. Þetta er orðið allt of stórt forskot og þú ert ekki að fara að saxa á þetta forskot á móti Stjörnunni eða ekki neinu liði,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Það er bara galið að vera ekki búinn að taka leikhlé og ég er ekki þjálfari Einar,“ bætti Sigurlaug við. Þetta er svo ungt lið „Þetta er svo ungt lið og með mjög ungan leikstjórnanda [ Elín Klara Þorkelsdóttir]. Hún getur ekki verið að rúlla þessu og svo ertu með Natösjö [Hammer] þarna og hún er líka mjög ung. Hún spilaði mjög vel í þessum leik. Þú verður að reyna að hjálpa leikmönnunum eitthvað,“ sagði Einar. Svava benti á að Stjörnukonum tókst að loka vel á Elínu Klöru. „Ragnar gefur það út í byrjun tímabilsins að hann sé með breytingar og þegar þú ert með breytingar þá tekur það alltaf tíma. Þegar það kemur svona katastrófa þá þarftu einhvern veginn að stoppa þetta. Hann þarf að stoppa og sjá hvort ekki sé hægt að búa til einhverjar aðrar breytingar til þess að stoppa þessa blæðingu. Það er aðalmálið því þær eiga ekki séns eftir þetta,“ sagði Sigurlaug. Það má horfa á allt spjallið um Hauka og þjálfarann þeirra hér fyrir neðan en þar svarar Ragnar því af hverju hann tók ekki leikhlé. Klippa: Seinni bylgjan: Þegar ungu Haukastelpurnar áttu að bjarga sér sjálfar
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira