Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 09:41 Guðni Th, forseti Íslands, prófar snjallforritið Emblu í heimsókn sinni til höfuðstöðva Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Aðsend Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. Í tilkynningu frá Miðeind segir frá því að nýju raddir Emblu séu búnar til af erlenda stórfyrirtækinu Microsoft. Nýju raddirnar fengu íslensku nöfnin Guðrún og Gunnar. Þær byggjast að miklu leyti á raddgögnum sem safnað var á vegum Samróms undir fimm ára máltækniáætlun ríkisins. Rúmlega 28.000 manns hafa lagt verkefninu lið með raddsýnun, frá því að Samróm hóf söfnun í október árið 2019. „Grunnskólar, fyrirtæki og einstaklingar tóku þátt í verkefninu af miklum móð til að bjarga íslenskunni. Gagnasafn af þessu tagi getur nýst í þróun allskyns raddlausna fyrir íslensku og sömuleiðis hugbúnaðar sem eykur aðgengi að stafrænum heimi og bætir sjálfsbjörg fólks með ýmiskonar fötlun,“ segir í tilkynningunni frá Miðeind. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og fleira. Síðastliðið vor heimsótti sendinefnd, skipuð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, og fleira máltæknifólki, höfuðstöðvar Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á stöðu íslenskrar máltækni og þeim afurðum sem orðið hafa til á undanförnum árum auk þess að styrkja tengsl íslensks máltæknisamfélags við alþjóðleg fyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar. Í kjölfarið skoðaði Microsoft íslensku raddgögnin og nýtti þau í nýju talgervlana. Starfsfólk Miðeindar. Máltæknifyrirtækið Miðeind stendur á bakvið Emblu.Miðeind „Það hefur verið á stefnuskránni að skipta eldri röddum Emblu út fyrir afurðir máltækniáætlunar frá því að raddgagnasöfnunin hófst 2019. Nú vildi bara svo heppilega til að Microsoft tók að sér að hrista þessar frábæru raddir fram úr erminni með hjálp þeirra gagna sem íslenska þjóðin hefur safnað í sameiningu. Það er enginn dagur betri til að kynna þessar nýju raddir samstöðu og samvinnu en dagurinn í dag, dagur íslenskrar tungu,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar. Nýsköpun Gervigreind Íslensk tunga Stafræn þróun Microsoft Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Í tilkynningu frá Miðeind segir frá því að nýju raddir Emblu séu búnar til af erlenda stórfyrirtækinu Microsoft. Nýju raddirnar fengu íslensku nöfnin Guðrún og Gunnar. Þær byggjast að miklu leyti á raddgögnum sem safnað var á vegum Samróms undir fimm ára máltækniáætlun ríkisins. Rúmlega 28.000 manns hafa lagt verkefninu lið með raddsýnun, frá því að Samróm hóf söfnun í október árið 2019. „Grunnskólar, fyrirtæki og einstaklingar tóku þátt í verkefninu af miklum móð til að bjarga íslenskunni. Gagnasafn af þessu tagi getur nýst í þróun allskyns raddlausna fyrir íslensku og sömuleiðis hugbúnaðar sem eykur aðgengi að stafrænum heimi og bætir sjálfsbjörg fólks með ýmiskonar fötlun,“ segir í tilkynningunni frá Miðeind. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og fleira. Síðastliðið vor heimsótti sendinefnd, skipuð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, Vilhjálmi Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Miðeindar, og fleira máltæknifólki, höfuðstöðvar Apple, Amazon, Microsoft og Open AI. Tilgangur ferðarinnar var að vekja athygli á stöðu íslenskrar máltækni og þeim afurðum sem orðið hafa til á undanförnum árum auk þess að styrkja tengsl íslensks máltæknisamfélags við alþjóðleg fyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar. Í kjölfarið skoðaði Microsoft íslensku raddgögnin og nýtti þau í nýju talgervlana. Starfsfólk Miðeindar. Máltæknifyrirtækið Miðeind stendur á bakvið Emblu.Miðeind „Það hefur verið á stefnuskránni að skipta eldri röddum Emblu út fyrir afurðir máltækniáætlunar frá því að raddgagnasöfnunin hófst 2019. Nú vildi bara svo heppilega til að Microsoft tók að sér að hrista þessar frábæru raddir fram úr erminni með hjálp þeirra gagna sem íslenska þjóðin hefur safnað í sameiningu. Það er enginn dagur betri til að kynna þessar nýju raddir samstöðu og samvinnu en dagurinn í dag, dagur íslenskrar tungu,“ segir Katla Ásgeirsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar.
Nýsköpun Gervigreind Íslensk tunga Stafræn þróun Microsoft Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira