Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 21:31 Maður heldur bolta á lofti í Doha í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst þar í næstu viku. Vísir/EPA Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í. Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) um að fá Persaflóasmáríkinu mótið var afar umdeild en fulltrúum í framkvæmdastjórn sambandsins var mútað í stórum stíl. Þá hafa þúsundir verkamanna sem reistu leikvangana í Katar látið lífið og mannréttindi eru fótum troðin, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og fjölmiðlafrelsi. Nú segir franska persónuverndarstofnunin CNIL að hún ráðleggi þeim sem ætla að ferðast til Katar að hafa aðeins með sér einnota snjallsíma eða gamlan síma sem er búið að hreinsa af gögnum. Þá ættu ferðalangar ekki að taka neinar myndir á síma sína sem gætu strítt gegn ströngum siðgæðislögum sem gilda í Katar. Sérstaklega ættu ferðalangar að passa upp á myndir, myndbönd eða annað sem gæti komið þeim í klandur. Netöryggissérfræðingar hafa bent á að tvö snjallforrit sem katörsk yfirvöld skylda HM-gesti til þess að ná sér í, eitt opinbert forrit mótsins og annað rakningarapp vegna kórónuveirufaraldursins, virki í raun sem njósnaforrit, að sögn Politico. CNIL segir að þeir sem eigi ekki kost á að dauðhreinsa síma sína fyrir ferðalagið ættu aðeins að ná í forritin rétt fyrir brottför og eyða þeim um leið og þeir snúa aftur heim. Þeir ættu einnig að forðast að nota þjónustu sem krefst þess að þeir auðkenni sig, hafa sterk lykilorð og hafa síma alltaf á sér. Fleiri hafa lýst áhyggjum af öryggi katörsku snjallforritanna, þar á meðal þýska utanríkisráðuneytið. Það segist nú kanna forritin ásamt persónuverndaryfirvöldum þar í landi. HM 2022 í Katar Frakkland Persónuvernd Tækni Katar Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) um að fá Persaflóasmáríkinu mótið var afar umdeild en fulltrúum í framkvæmdastjórn sambandsins var mútað í stórum stíl. Þá hafa þúsundir verkamanna sem reistu leikvangana í Katar látið lífið og mannréttindi eru fótum troðin, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og fjölmiðlafrelsi. Nú segir franska persónuverndarstofnunin CNIL að hún ráðleggi þeim sem ætla að ferðast til Katar að hafa aðeins með sér einnota snjallsíma eða gamlan síma sem er búið að hreinsa af gögnum. Þá ættu ferðalangar ekki að taka neinar myndir á síma sína sem gætu strítt gegn ströngum siðgæðislögum sem gilda í Katar. Sérstaklega ættu ferðalangar að passa upp á myndir, myndbönd eða annað sem gæti komið þeim í klandur. Netöryggissérfræðingar hafa bent á að tvö snjallforrit sem katörsk yfirvöld skylda HM-gesti til þess að ná sér í, eitt opinbert forrit mótsins og annað rakningarapp vegna kórónuveirufaraldursins, virki í raun sem njósnaforrit, að sögn Politico. CNIL segir að þeir sem eigi ekki kost á að dauðhreinsa síma sína fyrir ferðalagið ættu aðeins að ná í forritin rétt fyrir brottför og eyða þeim um leið og þeir snúa aftur heim. Þeir ættu einnig að forðast að nota þjónustu sem krefst þess að þeir auðkenni sig, hafa sterk lykilorð og hafa síma alltaf á sér. Fleiri hafa lýst áhyggjum af öryggi katörsku snjallforritanna, þar á meðal þýska utanríkisráðuneytið. Það segist nú kanna forritin ásamt persónuverndaryfirvöldum þar í landi.
HM 2022 í Katar Frakkland Persónuvernd Tækni Katar Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sjá meira